Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1355, 126. löggjafarþing 553. mál: birting laga og stjórnvaldaerinda (birting EES-reglna).
Lög nr. 63 26. maí 2001.

Lög um breytingu á lögum um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, nr. 64 16. desember 1943, o.fl.


Um breytingu á lögum um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, nr. 64 16. desember 1943, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 22/1962 og 1. gr. laga nr. 95/1994:
  1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein er hljóðar svo:
  2.      Við birtingu stjórnvaldsfyrirmæla í B-deild Stjórnartíðinda, sem sett eru til innleiðingar EES-reglna, er heimilt að vísa til birtingar skv. 3. mgr.
  3. Við 2. mgr., er verður 3. mgr., bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Birting ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar og þeirra gerða, sem þar er vísað til, í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB telst jafngild birting að þessu leyti.


Um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2 13. janúar 1993, með síðari breytingu.

2. gr.

     4. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 91/1994, fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. maí 2001.