Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1191, 128. löggjafarþing 520. mál: sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur (ársreikningar).
Lög nr. 49 20. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum nr. 33/1999, um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.


1. gr.

     Í stað orðanna „skal ráðherra breyta“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: getur ráðherra breytt.

2. gr.

     Í stað orðanna „skal senda stjórnvaldi því er tekur við ársreikningum félaga ársreikning eða samstæðureikning sjálfseignarstofnunar“ í 31. gr. laganna kemur: skal stjórn sjálfseignarstofnunar senda ársreikningaskrá ársreikning sinn, svo og samstæðureikning ef um er að ræða samstæðu skv. b-lið 1. mgr. 3. gr.

3. gr.

     Í stað orðanna „Stjórnvald það er tekur við ársreikningi félaga“ í 3. mgr. 34. gr. laganna kemur: Ársreikningaskrá.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.