Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1093, 131. löggjafarþing 362. mál: stjórn fiskveiða (sóknardagar, meðafli, áframeldi o.fl.).
Lög nr. 28 14. apríl 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Almenn veiðileyfi eru tvenns konar, þ.e. veiðileyfi með aflamarki og veiðileyfi með krókaaflamarki. Á sama fiskveiðiári getur skip aðeins haft eina gerð veiðileyfis. Veiðileyfi í atvinnuskyni fellur niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til fiskveiða í atvinnuskyni í tólf mánuði. Þá fellur veiðileyfi niður ef fiskiskip er tekið af skrá hjá Siglingastofnun Íslands og ef eigendur eða útgerðir þeirra fullnægja ekki skilyrðum 2. málsl. 5. gr.

2. gr.

     Lokamálsliður 5. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. 1. tölul. 3. mgr. fellur brott og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því.
  2. Orðin „sbr. þó ákvæði 9. gr.“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.


5. gr.

     Í stað orðanna „samkvæmt lögum um veiðieftirlitsgjald“ í 1. mgr. 10. gr., 1. og 2. mgr. 11. gr. a og 5. og 7. mgr. 12. gr. laganna kemur: sbr. 19. gr.

6. gr.

     Við 10. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Skipstjóra fiskiskips er heimilt að ákveða að hluti af afla skipsins reiknist ekki til aflamarks þess. Sá hluti sem þannig reiknast ekki til aflamarks skipsins skal þó aldrei nema meira en 0,5% af uppsjávarafla og 5% af öðrum sjávarafla sem hlutaðeigandi skip veiðir á hverju fiskveiðiári. Heimild þessi er háð eftirfarandi skilyrðum:
  1. Að aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklega og skráður.
  2. Að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirði hans renni til sjóðs, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum.

     Sé heimild í 9. mgr. nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Farist skip skal útgerð þess halda aflamarki þess við úthlutun í upphafi næsta fiskveiðiárs eða veiðitímabils þar á eftir, enda hafi aflahlutdeild þess ekki verið flutt til annars fiskiskips.
  3. Orðin „og sameina hana aflahlutdeild annars skips“ í 6. mgr. falla brott.


8. gr.

     Í stað orðanna „skv. 8. gr. laga nr. 81 31. maí 1976“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: skv. 10. gr. laga nr. 79 26. maí 1997.

9. gr.

     Í stað orðanna „1. september“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 1. október.

10. gr.

     Í stað orðanna „2005/2006“ í ákvæði til bráðabirgða XXXI í lögunum, sbr. b-lið 16. gr. laga nr. 85 15. maí 2002, kemur: 2009/2010.

11. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi. Jafnframt eru felld úr gildi ákvæði til bráðabirgða XXIX í lögunum, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 129 20. desember 2001, 1. gr. laga nr. 75 26. mars 2003 og 1. gr. laga nr. 149 20. desember 2003.

Samþykkt á Alþingi 4. apríl 2005.