Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1090, 132. löggjafarþing 379. mál: bílaleigur (flutningur leyfisveitinga o.fl.).
Lög nr. 26 12. apríl 2006.

Lög um breytingu á lögum um bílaleigur, nr. 64/2000, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
      Bílaleiga er starfsemi sem rekin er í atvinnuskyni þar sem almenningi eða fyrirtækjum er boðið til leigu skráningarskylt ökutæki, að jafnaði um skemmri tíma, sbr. þó 2. mgr. 6. gr.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Vegagerðarinnar.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „10.000 kr.“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 25.000 kr.
  3. Í stað orðsins „Samgönguráðuneytið“ í 2. mgr. kemur: Vegagerðin.
  4. 1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Bílaleiga á grundvelli starfsleyfis skal rekin á fastri starfsstöð sem opin skal almenningi á tilgreindum tíma.
  5. Á eftir 1. málsl. 4. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Afgreiðslutími skal auglýstur á skýran og ótvíræðan hátt og við hann skal staðið.
  6. Í stað orðsins „samgönguráðuneytis“ í 1. málsl. 5. mgr. og orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: Vegagerðarinnar.


3. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Vegagerðin.

4. gr.

     Á eftir 2. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein sem orðast svo:
     Bílaleigu er óheimilt að leigja út ökutæki nema það sé sérstaklega skráð hjá Umferðarstofu sem ökutæki sem leigt er í atvinnuskyni án ökumanns.

5. gr.

     Á eftir 1. mgr. 6. gr. laganna kemur ný málsgrein sem orðast svo:
     Leigusamningur milli bílaleigu og leigutaka skal að jafnaði takmarkast við þrjár vikur ef ökutæki sem leigt er hefur notið lægri vörugjalda, sbr. 5. tölul. 2. mgr. 5. gr. laga um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o. fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum. Ef ökutæki hefur ekki notið lægri vörugjalda eða 15 mánuðir eru liðnir frá nýskráningu ökutækis sem notið hefur lægri vörugjalda, sbr. 1. málsl., er bílaleigu heimilt að leigja það til lengri tíma.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Brot gegn 3., 5., 6. og 7. gr. laga þessara og reglugerðum settum samkvæmt þeim geta varðað sektum, nema þyngri refsing liggi við eftir öðrum lögum, og skal farið með mál út af slíkum brotum að hætti opinberra mála.
  3. Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. mgr. kemur: Vegagerðin.
  4. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  5.      Vegagerðin skal hafa eftirlit með því að ákvæðum laganna sé fylgt. Bílaleigu er skylt að veita Vegagerðinni allar upplýsingar sem varða starfsleyfi hennar. Vegagerðin getur afturkallað starfsleyfi bílaleigu veiti hún Vegagerðinni ekki umbeðnar upplýsingar. Vegagerðinni er heimilt að fela faggiltum skoðunarstofum að sinna eftirlitshlutverki sínu samkvæmt lögunum.


7. gr.

     Við lögin bætist ný grein sem verður 10. gr. laganna og orðast svo ásamt fyrirsögn:
Stjórnsýslukæra.
     Ákvörðunum Vegagerðarinnar samkvæmt lögum þessum verður skotið til samgönguráðherra. Um málsmeðferð fer eftir ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Við gildistöku laga þessara skulu starfsleyfi sem gefin hafa verið út halda gildi sínu í samræmi við leyfistímann.

Samþykkt á Alþingi 3. apríl 2006.