Ađrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Ţingskjal 1271, 133. löggjafarţing 385. mál: áhafnir íslenskra fiskiskipa, varđskipa, skemmtibáta og annarra skipa (heildarlög).
Lög nr. 30 23. mars 2007.

Lög um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varđskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

I. KAFLI
Almenn ákvćđi.
1. gr.
Markmiđ.
     Markmiđ laga ţessara er ađ tryggja öryggi íslenskra skipa og áhafna ţeirra og efla varnir gegn mengun sjávar.

2. gr.
Gildissviđ.
     Lög ţessi gilda um áhafnir íslenskra skipa sem skráđ eru hér á landi samkvćmt lögum um skráningu skipa, annarra en farţegaskipa og flutningaskipa. Lög ţessi taka jafnframt til áhafna ţeirra erlendu skemmtibáta sem notađir eru ađ stađaldri í íslenskri landhelgi, sbr. 4. mgr. 7. gr.

3. gr.
Orđskýringar.
     Í lögum ţessum er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.
Alţjóđasamţykktin er alţjóđasamţykkt um menntun og ţjálfun, skírteini og vaktstöđur áhafnar skips samkvćmt STCW eđa STCW-F.
2.
Áritun er viđurkenning skírteina erlendra ríkisborgara til starfa á íslenskum skipum samkvćmt lögum ţessum og reglugerđum settum samkvćmt ţeim.
3.
Brúttótonn er mćlieining fyrir heildarstćrđ skips eins og hún er ákvörđuđ samkvćmt lögum um skipamćlingar. Skip sem eru 15 metrar eđa lengri ađ mestu lengd mćlast samkvćmt ákvćđum alţjóđasamţykktar um skipamćlingar frá 23. júní 1969. Skip sem eru styttri en 15 metrar ađ mestu lengd mćlast samkvćmt ákvćđum reglugerđar um mćlingu skipa međ lengd allt ađ 24 metrum.
4.
Farsviđ er nánari landfrćđileg skilgreining á ţví hafsvćđi sem skipi er heimilt ađ sigla um ađ teknu tilliti til smíđi, ástands og stćrđar skips, búnađar ţess, mönnunar og umhverfisţátta.
5.
Fiskiskip er hvert ţađ skip, skrásett sem fiskiskip samkvćmt lögum um skráningu skipa, sem notađ er í atvinnuskyni til ađ veiđa fisk eđa ađrar lífrćnar auđlindir hafsins.
6.
Fjarskiptamađur er lögmćtur handhafi skírteinis sem er gefiđ út eđa viđurkennt af Póst- og fjarskiptastofnun samkvćmt ákvćđum alţjóđaradíóreglugerđarinnar. Međ alţjóđaradíóreglugerđinni er átt viđ reglur um fjarskipti sem eru viđauki viđ, eđa sem taldar eru viđauki viđ, alţjóđafjarskiptasamţykktina.
7.
Fyrsti vélstjóri er sá vélstjóri sem gengur nćst yfirvélstjóra og tekur viđ vélstjórn og ábyrgđ yfirvélstjóra í forföllum hans. Fyrsti vélstjóri er sá sami og telst annar vélstjóri samkvćmt alţjóđasamţykktinni og skal uppfylla sömu kröfur og ţar eru gerđar.
8.
Innanlandssigling er sigling innan íslenskrar efnahagslögsögu.
9.
Siglingatími er viđurkenndur starfstími um borđ í skipi sem er í förum og fullnćgir skilyrđum laga ţessara eđa reglugerđa settra samkvćmt ţeim.
10.
Skemmtibátur er hvert ţađ skip, skrásett sem skemmtiskip samkvćmt lögum um skráningu skipa, sem er ekki notađ í atvinnuskyni og ćtlađ til skemmtisiglinga, óháđ ţeirri orku sem knýr skipiđ.
11.
Skemmtibátaskírteini er skjal sem er í gildi og er stađfesting á réttindum samkvćmt ákvćđum 7. gr. laga ţessara og reglugerđa settra samkvćmt ţeim.
12.
Skip er hvert ţađ skip sem skráđ er samkvćmt lögum um skráningu skipa og lög ţessi taka til.
13.
Skipherra er sá sem fer međ ćđsta vald á varđskipi.
14.
Skipstjóri er sá sem fer međ ćđsta vald á skipi, sbr. ákvćđi sjómannalaga.
15.
Skipstjórnarmađur er hver sá sem fullnćgt hefur ţeim skilyrđum sem lög ţessi kveđa á um til ađ fá útgefiđ skírteini til skipstjórnar.
16.
Skírteini (skipstjórnarskírteini og vélstjórnarskírteini) er skjal sem er í gildi og er stađfesting á atvinnuréttindum samkvćmt ákvćđum laga ţessara og reglugerđa settra samkvćmt ţeim. Í skírteininu skal tilgreina ţá stöđu sem skírteinishafi hefur heimild til ađ gegna um borđ í skipi miđađ viđ gerđ, stćrđ og vélarafl ţess.
17.
Skráningarlengd er sú lengd skips sem lögđ er til grundvallar viđ stćrđarmćlingu ţess samkvćmt reglum um mćlingar skipa.
18.
Smáskip eru skip sem eru 12 metrar ađ skráningarlengd eđa styttri.
19.
Strandsigling er sigling innan 50 sjómílna frá strönd.
20.
Stýrimađur er sá stýrimađur sem er lćgra settur en yfirstýrimađur.
21.
STCW er alţjóđasamţykkt um menntun og ţjálfun, skírteini og vaktstöđur áhafnar skipa frá 1978, međ síđari breytingum.
22.
Útgerđarmađur er sá sem mannar skipiđ, rćđur ferđum ţess, ber kostnađinn af ţeim og nýtur arđsins af ţeim.
23.
Varđskip er hvert ţađ skip, skrásett sem varđskip eđa gćsluskip samkvćmt lögum um skráningu skipa, sem notađ er til landhelgisgćslu og björgunarstarfa undir yfirstjórn Landhelgisgćslu Íslands.
24.
Vélarafl er bremsuafl, ţ.e. heildarúttaksafl véla sem notađar eru til ađ knýja skipiđ áfram, eins og ţađ er tilgreint í skráningarskírteini skips.
25.
Vélavörđur er sá sem hefur lokiđ vélstjórnarnámi samkvćmt reglugerđ.
26.
Undirvélstjóri er sá vélstjóri sem er lćgra settur en yfirvélstjóri eđa fyrsti vélstjóri.
27.
Vélstjórnarmađur er hver sá sem fullnćgt hefur ţeim skilyrđum sem lög ţessi kveđa á um til ađ fá útgefiđ skírteini til vélstjórnar.
28.
Yfirstýrimađur gengur nćst skipstjóra og tekur viđ ábyrgđ og skipstjórn í forföllum hans.
29.
Yfirvélstjóri er ćđsti vélstjóri um borđ og ber ábyrgđ á vélum sem knýja skipiđ og rekstri og viđhaldi vél- og rafbúnađar ţess.
30.
Önnur skip eru hver ţau skip sem ekki teljast vera farţegaskip eđa flutningaskip samkvćmt lögum um áhafnir íslenskra farţegaskipa og flutningaskipa og teljast ekki vera fiskiskip, skemmtibátar eđa varđskip samkvćmt lögum ţessum.

II. KAFLI
Nám og réttindi.
4. gr.
Menntun og ţjálfun.
     Menntun og ţjálfun áhafna skipa annast skólar sem uppfylla kröfur alţjóđasamţykktarinnar. Um inntökuskilyrđi í ţá skóla, námskrá, nám, námstilhögun, námsmat og námsstig til öflunar tiltekinna skírteina samkvćmt lögum ţessum fer eftir lögum um framhaldsskóla og reglugerđum settum samkvćmt ţeim. Nám og kennsla í ţeim skólum skal vera samkvćmt viđurkenndu gćđastjórnunarkerfi.
     Starfsgreinaráđ sjávarútvegs- og siglingagreina, sem starfar samkvćmt lögum um framhaldsskóla, gerir tillögu til menntamálaráđherra, ađ fenginni umsögn Siglingastofnunar Íslands, um námskrár skólanna.
     Menntamálaráđuneytiđ setur reglugerđ varđandi námskröfur til réttinda á smáskipum.
     Siglingastofnun Íslands hefur eftirlit međ ađ nám viđ ţá skóla uppfylli kröfur alţjóđasamţykktarinnar.

5. gr.
Skipstjórnarréttindi á fiskiskipum, varđskipum og öđrum skipum.
     Sá einn sem er lögmćtur handhafi skipstjórnarskírteinis skv. 8. gr. og hefur fullnćgt skilyrđum reglugerđar sem samgönguráđherra setur hefur rétt til starfa viđ skipstjórn um borđ í fiskiskipum, varđskipum og öđrum skipum.
     Lágmarksaldur til ađ fá útgefiđ skipstjórnarskírteini er 18 ár.
     Siglingatíma skal sanna međ sjóferđabók, innlendri eđa erlendri, vottorđi frá lögskráningarstjóra eđa á annan fullnćgjandi hátt ađ mati Siglingastofnunar Íslands. Til stađfestingar siglingatíma á skipum ţar sem ekki er krafist lögskráningar má leggja fram vottorđ tveggja trúverđugra manna.
     Skipstjórnarmenn skulu uppfylla kröfur til ţess ađ öđlast skírteini fjarskiptamanns eins og nánar er kveđiđ á um í reglugerđ.
     Samgönguráđherra setur í reglugerđ nánari ákvćđi um skipstjórnarmenntun til grundvallar réttindum, m.a. ađ teknu tilliti til stćrđar skips og farsviđs ţess, auk aldurs og siglingatíma skipstjórnarmanns.

6. gr.
Vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varđskipum og öđrum skipum.
     Sá einn sem er lögmćtur handhafi vélstjórnarskírteinis skv. 8. gr. og hefur fullnćgt skilyrđum reglugerđar sem samgönguráđherra setur hefur rétt til starfa viđ vélstjórn um borđ í fiskiskipum, varđskipum og öđrum skipum. Lágmarksaldur til ađ fá útgefiđ vélstjórnarskírteini er 18 ár.
     Siglingatíma skal sanna međ sjóferđabók, innlendri eđa erlendri, vottorđi frá lögskráningarstjóra eđa á annan fullnćgjandi hátt ađ mati Siglingastofnunar Íslands. Til stađfestingar siglingatíma á skipum ţar sem ekki er krafist lögskráningar má leggja fram vottorđ tveggja trúverđugra manna.
     Samgönguráđherra setur í reglugerđ nánari ákvćđi um vélgćslu- og vélstjórnarmenntun til grundvallar réttindum, m.a. ađ teknu tilliti til stćrđar skips, vélarafls og farsviđs ţess, auk aldurs, starfsreynslu og siglingatíma vélgćslu- og vélstjórnarmanns.

7. gr.
Skemmtibátar.
     Sá einn sem er lögmćtur handhafi skemmtibátaskírteinis til stjórnunar skráningarskylds skemmtibáts hefur rétt til ađ annast stjórn hans ađ uppfylltum skilyrđum sem samgönguráđherra setur um aldur, siglingatíma, heilbrigđi, sjón og heyrn. Menntamálaráđuneytiđ setur reglur um menntun og ţjálfun til stjórnunar skemmtibátum.
     Samgönguráđherra setur nánari reglur um skemmtibáta, ţ.m.t. um útgáfu skírteina, gildistíma og endurnýjun ţeirra, gerđ skemmtibáta, stćrđ ţeirra, afl og farsviđ og um öryggiskröfur sem gerđar eru til skemmtibáta og stjórnenda ţeirra.
     Samgönguráđherra er heimilt ađ setja í reglugerđ kröfur skv. 1. og 2. mgr. um stjórn skemmtibáta sem ekki eru skráningarskyldir en hafa vélarafl sem er meira en 50 kW.
     Ţeir sem stjórna skemmtibátum sem skrásettir eru erlendis og notađir eru í íslenskri landhelgi ađ stađaldri skulu uppfylla kröfur reglugerđar skv. 1.–3. mgr. um skírteini eđa vera handhafar annars sambćrilegs erlends skírteinis ađ mati Siglingastofnunar Íslands.

III. KAFLI
Skírteini.
8. gr.
Útgáfa skírteina.
     Hver íslenskur ríkisborgari sem fullnćgir skilyrđum laga ţessara um menntun, siglingatíma, aldur og heilsufar á rétt á ađ fá útgefiđ skírteini og stunda samkvćmt ţví atvinnu sem skipstjórnarmađur og/eđa vélstjórnarmađur á íslenskum skipum.
     Sama rétt hafa einnig ríkisborgarar annarra ríkja Evrópska efnahagssvćđisins og ađildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Fćreyingar.
     Siglingastofnun Íslands gefur út skírteini til vélstjórnar- og skipstjórnarréttinda samkvćmt lögum ţessum og reglugerđum settum samkvćmt ţeim. Skírteinin skulu rituđ á íslensku og ensku. Útgáfa skipstjórnarskírteina og vélstjórnarskírteina og áritanir ţeirra skal vera samkvćmt viđurkenndu gćđastjórnunarkerfi. Umsóknum um skírteini skal skilađ til Siglingastofnunar Íslands á ţar til gerđu umsóknareyđublađi eđa rafrćnt samkvćmt ákvörđun stofnunarinnar.
     Skírteini skv. 1.–3. mgr. skal veita umsćkjanda sem:
a.
Fullnćgir skilyrđum laga ţessara og reglugerđa settra samkvćmt ţeim, m.a. um menntun, ţjálfun og aldur. Skal hann m.a. hafa sótt ţau námskeiđ sem krafist er til endurnýjunar atvinnuréttinda.
b.
Er svo heill heilsu ađ hann geti rćkt störf sín af öryggi. Skal hann leggja fram vottorđ lćknis til stađfestingar á hćfni til vaktstöđu og ţví ađ hann uppfylli skilyrđi um sjón, heyrn og ađrar heilbrigđiskröfur.
c.
Hefur ađ baki fullnćgjandi siglingatíma, sbr. 5. og 6. gr. og reglugerđ ţar um. Hann skal fćra sönnur á siglingatíma sem hann telur sig hafa ađ baki. Stađfesting lögskráningarstjóra eđa rétt útfyllt og árituđ sjóferđabók telst fullnćgjandi sönnun á siglingatíma. Umsćkjandi skírteinis sem kveđst hafa ađ baki siglingatíma á skipi sem ekki er skráđ á Íslandi skal fćra sönnur á ţann siglingatíma á fullnćgjandi hátt ađ mati Siglingastofnunar Íslands.
d.
Auk ţess ađ uppfylla skilyrđi a–c-liđar skal sá sem gegnir stöđu skipstjóra á íslensku skipi og hefur íslensku ekki ađ móđurmáli hafa stađist sérstakt próf um kunnáttu og fćrni í íslensku og ţekkingu á íslenskum lögum og reglum er varđa ţau störf sem hann fćr réttindi til ađ gegna. Samgönguráđherra setur reglur um framkvćmd prófa samkvćmt ákvćđi ţessu.
     Frumrit skírteinis sem krafist er skal ávallt vera um borđ í ţví skipi sem skírteinishafi er skráđur eđa ráđinn á samkvćmt lögskráningarkerfi sjómanna og skal hann eđa skipstjóri geta framvísađ ţví ţegar ţess er óskađ vegna eftirlits.
     Siglingastofnun Íslands heldur skrá yfir útgefin skírteini.

9. gr.
Gildistími og endurnýjun skírteina.
     Skírteini sem gefin eru út samkvćmt lögum ţessum skulu gilda í allt ađ fimm árum frá útgáfudegi.
     Heimilt er vegna sérstakra ađstćđna ađ gefa út bráđabirgđaskírteini sem gildir allt ađ 60 dögum.
     Endurnýja skal skírteini sem gefin eru út samkvćmt alţjóđasamţykktinni til allt ađ fimm árum í senn. Heimilt er ađ endurnýja skírteini sem ekki falla undir alţjóđasamţykktina til lengri tíma eftir ţví sem nánar er kveđiđ á um í reglugerđ. Viđ endurnýjun skírteina skal umsćkjandi:
a.
fullnćgja ţeim heilbrigđiskröfum sem gerđar eru á hverjum tíma til ađ öđlast skírteini, ţ.m.t. varđandi sjón og heyrn, sbr. b-liđ 4. mgr. 8. gr., og
b.
hafa ađ baki siglingatíma í stöđu sem skírteini veitir honum rétt til í a.m.k. eitt ár á síđustu fimm árum, sbr. c-liđ 4. mgr. 8. gr. eđa
c.
hafa veriđ í starfi sem samsvarar viđkomandi skírteini og telst a.m.k. sambćrilegt viđ siglingatíma sem krafist er skv. b-liđ ţessarar málsgreinar eđa međ ţví ađ:
1.
hafa stađist viđurkennd próf eđa lokiđ á fullnćgjandi hátt viđurkenndu námskeiđi/endurmenntunarnámskeiđi eđa
2.
hafa a.m.k. ţriggja mánađa siglingatíma í nćstu lćgri stöđu sem hann á tilkall til samkvćmt skírteini sínu, eftir ţví sem nánar er kveđiđ á um í reglugerđ.
     Endurmenntunarnámskeiđ samkvćmt ţessari grein skulu samţykkt af Siglingastofnun Íslands og skulu ţau m.a. taka miđ af gildandi alţjóđareglum um öryggi mannslífa á sjó, alţjóđasamţykktinni og reglum um varnir gegn mengun sjávar.

10. gr.
Viđurkenning erlendra skírteina.
     Siglingastofnun Íslands er heimilt ađ viđurkenna og árita erlend skírteini í samrćmi viđ lög ţessi og reglugerđir settar samkvćmt ţeim. Stofnuninni er heimilt ađ veita handhöfum erlendra skírteina leyfi í allt ađ ţremur mánuđum til ađ gegna tilteknu starfi á ákveđnu skipi ţar sem krafist er skipstjórnar- eđa vélstjórnarréttinda á međan stađreynt er lögmćti hins erlenda skírteinis, enda:
a.
séu lögđ fram fullgild gögn um menntun sem samrćmist kröfum til skip- eđa vélstjórnar samkvćmt lögum ţessum,
b.
geti viđkomandi skiliđ fyrirmćli yfirmanna skipsins og stjórnađ verkum í ţeirra umbođi.
     Um umsóknir frá ríkisborgurum Evrópska efnahagssvćđisins um viđurkenningu á réttindum til starfa á skipum sem lög ţessi taka til skal fara í samrćmi viđ lög og reglur um viđurkenningu á menntun og prófskírteinum. Hiđ sama gildir um umsóknir frá ríkisborgurum ađildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem og Fćreyingum.
     Um umsóknir frá ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvćđisins um viđurkenningu á réttindum til starfa á skipum sem lög ţessi taka til skal fara eftir ákvćđum reglugerđar sem ráđherra setur.
     Siglingastofnun Íslands heldur skrá yfir viđurkennd erlend skírteini.

11. gr.
Afturköllun skírteinis.
     Siglingastofnun Íslands er heimilt ađ afturkalla skírteini ef lögmćtur handhafi ţess fullnćgir ekki lengur skilyrđum laga ţessara eđa reglna settra samkvćmt ţeim til ađ vera skírteinishafi. Ţá er stofnuninni heimilt ađ afturkalla skírteini hafi ţađ veriđ gefiđ út á röngum forsendum eđa fyrir mistök. Viđ afturköllun skírteinis skal fara eftir ákvćđum stjórnsýslulaga.
     Nú telur Siglingastofnun Íslands ađ skilyrđi séu fyrir hendi til sviptingar starfsréttinda og er stofnuninni ţá heimilt ađ svipta viđkomandi starfsréttindum til bráđabirgđa. Skal slík svipting vera tímabundin eđa ákvörđuđ til ţess tíma ţegar endanleg ákvörđun dómstóls um sviptinguna liggur fyrir.
     Bráđabirgđasvipting samkvćmt ákvćđi ţessu skal dragast frá endanlegum sviptingartíma samkvćmt dómi.
     Bera má slíka ákvörđun Siglingastofnunar Íslands undir dómstóla samkvćmt lögum um međferđ opinberra mála og skal stofnunin leiđbeina viđkomandi um ţann rétt.

IV. KAFLI
Mönnun og undanţágur.
12. gr.
Lágmarksfjöldi skipstjórnar- og vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varđskipum og öđrum skipum.
     Á hverju fiskiskipi og öđru skipi skal vera skipstjóri. Um fjölda stýrimanna á fiskiskipum og öđrum skipum fer sem hér segir:
a.
Á skipi sem er styttra en 12 metrar ađ skráningarlengd má skipstjóri vera hinn sami og vélavörđur sé hann eini réttindamađurinn í áhöfn, enda taki vinnu- og hvíldartími miđ af 64. gr. sjómannalaga.
b.
Á skipi sem er styttra en 24 metrar ađ skráningarlengd skal vera stýrimađur ef útivera skips fer fram úr 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili. Á skipi ţar sem daglegur útivistartími er styttri en 14 klst. er heimilt ađ vera án stýrimanns, enda hafi skip fengiđ útgefna heimild ţess efnis frá mönnunarnefnd. Siglingastofnun Íslands skal halda skrá yfir ţau skip sem slíka heimild hafa hlotiđ. Séu reglur um skilyrtan útivistartíma brotnar skal mönnunarnefnd afturkalla heimildina.
c.
Á skipi sem er 24 metrar ađ skráningarlengd eđa lengra en styttra en 45 metrar ađ skráningarlengd skal vera stýrimađur.
d.
Á skipi sem er 45 metrar eđa lengra ađ skráningarlengd skulu vera tveir stýrimenn.
     Á hverju varđskipi skal vera skipherra. Um fjölda stýrimanna á varđskipum fer sem hér segir:
a.
Á skipi sem er styttra en 24 metrar ađ skráningarlengd skal vera stýrimađur.
b.
Á skipi sem er 24 metrar ađ skráningarlengd eđa lengra en styttra en 45 metrar ađ skráningarlengd skulu vera tveir stýrimenn.
c.
Á skipi sem er 45 metrar eđa lengra ađ skráningarlengd skulu vera ţrír stýrimenn.
     Um fjölda vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varđskipum og öđrum skipum fer sem hér segir:
a.
Á skipi međ vélarafl frá og međ 250 kW til og međ 750 kW skal vera:
1.
Vélavörđur, sé skipiđ styttra en 12 metrar ađ skráningarlengd. Vélavörđur má vera hinn sami og skipstjóri sé hann eini réttindamađurinn í áhöfn, enda taki vinnu- og hvíldartími miđ af 64. gr. sjómannalaga.
2.
Yfirvélstjóri, sé skipiđ 12 metrar ađ skráningarlengd eđa lengra.
3.
Yfirvélstjóri og vélavörđur, sé skipiđ 12 metrar ađ skráningarlengd eđa lengra og útivera ţess fer fram úr 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili. Á skipi ţar sem daglegur útivistartími er styttri en 14 klst. er heimilt ađ vera án vélavarđar, enda hafi skip fengiđ útgefna heimild ţess efnis frá mönnunarnefnd. Siglingastofnun Íslands skal halda skrá yfir ţau skip sem slíka heimild hafa hlotiđ. Séu reglur um skilyrtan útivistartíma brotnar skal mönnunarnefnd afturkalla heimildina.
b.
Á skipi međ vélarafl frá og međ 751 kW til og međ 1.800 kW skal vera yfirvélstjóri og fyrsti vélstjóri.
c.
Á skipi međ vélarafl yfir 1.800 kW skal vera yfirvélstjóri, fyrsti vélstjóri og undirvélstjóri.
     Ađ uppfylltum ákveđnum skilyrđum sem kveđiđ er á um í reglugerđ er ekki skylt ađ vélavörđur sé í áhöfn skips sem er 12 metrar eđa styttra ađ skráningarlengd ef gerđur hefur veriđ samningur viđ ţjónustuađila um viđhald vélbúnađar skipsins og sá samningur er stađfestur af Siglingastofnun Íslands.
     Lágmarksfjöldi skipstjórnarmanna og vélstjórnarmanna um borđ í skipum skv. 1.–3. mgr. skal ađ öđru leyti taka miđ af úthaldi skips og tryggja ađ ákvćđum 64. gr. sjómannalaga um vinnu og hvíldartíma sjómanna á fiskiskipum sé fullnćgt ásamt ákvćđum reglugerđar um sama efni.
     Mönnunarnefnd skv. 13. gr. ákveđur undanţágur frá mönnun skipa samkvćmt ţessari grein.

13. gr.
Mönnunarnefnd.
     Samgönguráđherra skipar fimm menn í mönnunarnefnd skipa, til ţriggja ára í senn og jafnmarga til vara. Nefndin skal skipuđ tveimur fulltrúum tilnefndum af samtökum útgerđarađila, einum tilnefndum af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og einum tilnefndum af Félagi vélstjóra og málmtćknimanna. Samgönguráđherra skipar formann og varamann hans án tilnefningar og skal a.m.k. annar ţeirra uppfylla skilyrđi laga til ađ hljóta skipun í embćtti hérađsdómara.
     Mönnunarnefnd hefur heimild til ađ:
a.
ákveđa frávik frá ákvćđum 12. gr. um lágmarksfjölda skipstjórnar- og vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varđskipum og öđrum skipum eftir ţví sem tilefni gefst til, svo sem vegna tćknibúnađar, gerđar og/eđa verkefnis skips, hvort sem er til fjölgunar eđa fćkkunar, ţar sem m.a. skal taka tillit til vinnuálags sem breytingin kann ađ hafa í för međ sér,
b.
ákveđa tímabundna breytingu á mönnun skips til reynslu međ skilyrđum sem nefndin setur, ţó ekki lengur en sex mánuđi í senn,
c.
ákveđa ađ sjómađur sem hlotiđ hefur skilgreinda ţjálfun undir stađfestri leiđsögn skipstjóra eđa yfirvélstjóra geti fengiđ undanţágu til starfa sem undirstýrimađur eđa undirvélstjóri á ţví skipi sem hann fékk ţjálfunina á eđa öđru sambćrilegu skipi,
d.
meta starfstíma viđ vélstjórn til atvinnuréttinda samkvćmt ákvćđum reglugerđar.
     Siglingastofnun Íslands ber ábyrgđ á ţví ađ ákvörđun mönnunarnefndar um frávik frá 12. gr. sé skráđ í lögskráningarkerfi sjómanna. Nefndin skal senda Siglingastofnun og lögskráningarstjóra í ţví umdćmi ţar sem lögskráning skal fara fram samkvćmt lögum um lögskráningu sjómanna samrit ákvörđunar um mönnun skips.

14. gr.
Undanţágur.
     Samgönguráđherra skipar fimm menn í undanţágunefnd til ţriggja ára í senn og jafnmarga til vara. Nefndin skal skipuđ tveimur fulltrúum tilnefndum af samtökum útgerđarmanna, einum tilnefndum af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og einum tilnefndum af Félagi vélstjóra og málmtćknimanna. Samgönguráđherra skipar formann og varaformann nefndarinnar án tilnefningar og skal a.m.k. annar ţeirra uppfylla skilyrđi laga til ađ hljóta skipun í embćtti hérađsdómara.
     Í undantekningartilfellum og ţegar menn međ tilskilin réttindi vantar til starfa getur undanţágunefnd veitt tilteknum manni undanţágu til ađ gegna stöđu á tilteknu skipi í tiltekinn tíma hafi umsćkjandi ekki tilskilin réttindi, sbr. 5. og 6. gr., enda telji hún ađ öryggi mannslífa, eigna eđa umhverfis verđi ekki stefnt í hćttu og ađ viđkomandi sé hćfur til ađ annast starfiđ á öruggan hátt.
     Undanţágu má ađeins veita ţeim sem hefur skírteini til ađ gegna nćstu lćgri stöđu eđa uppfyllir kröfur reglugerđar um undanţágur. Ef ekki er krafist skírteinis í nćstu lćgri stöđu má veita ţeim undanţágu sem ađ mati undanţágunefndar hefur nćga ţekkingu og reynslu.
     Undanţágu má ekki veita til ađ gegna stöđu skipstjóra skv. 5. gr. eđa yfirvélstjóra skv. 6. gr. nema í neyđartilvikum og ţá ađeins í eins skamman tíma og unnt er.
     Undanţágunefnd veitir undanţágur til starfa á skipum samkvćmt lögum ţessum.
     Undanţágur samkvćmt ţessari grein má ekki veita til lengri tíma en sex mánađa.

V. KAFLI
Ýmis ákvćđi.
15. gr.
Ábyrgđ skipstjóra.
     Skipstjóri á íslensku skipi ber fulla ábyrgđ á framkvćmd ţeirra laga og reglna sem lúta ađ starfi hans og settar eru af ţar til bćrum stjórnvöldum.

16. gr.
Vafatilvik.
     Leiki vafi á ţví hvort skip telst fiskiskip, varđskip, skemmtibátur eđa annađ skip samkvćmt lögum ţessum og reglugerđum settum samkvćmt ţeim sker Siglingastofnun Íslands úr um ţađ.

17. gr.
Kćrur.
     Ákvarđanir Siglingastofnunar Íslands, undanţágunefndar og mönnunarnefndar samkvćmt lögum ţessum eru kćranlegar til samgönguráđuneytisins í samrćmi viđ ákvćđi stjórnsýslulaga.

18. gr.
Gjöld.
     Greiđa skal gjald fyrir útgáfu skírteina, viđurkenningu erlendra skírteina og veitingu undanţágna samkvćmt lögum ţessum og skulu ţau gjöld standa undir kostnađi Siglingastofnunar Íslands sem af ţví hlýst.
     Gjöld skulu ákveđin í gjaldskrá stofnunarinnar.

19. gr.
Reglugerđ.
     Samgönguráđherra skal setja í reglugerđ nánari ákvćđi um framkvćmd laga ţessara, ţar á međal um próf, skírteini og skilyrđi ţeirra, útgáfu skírteina, viđurkenningu erlendra skírteina, vaktstöđur, undanţágur, mönnun skipa og skipan og starfshćtti undanţágunefndar og mönnunarnefndar.
     Ákvćđi reglugerđarinnar skulu ađ lágmarki uppfylla skuldbindingar íslenska ríkisins samkvćmt alţjóđasamţykktinni.
     Ţrátt fyrir ákvćđi laga ţessara skal ráđherra setja međ reglugerđ nánari ákvćđi um lágmarksréttindi til skipstjórnar og vélgćslu á björgunarskipum sem gegna sérhćfđu hlutverki. Björgunarskip skulu mönnuđ skipstjórnarmönnum sem hafi ađ lágmarki 30 brúttórúmlesta réttindi eđa önnur sambćrileg réttindi og sem hlotiđ hafa ţjálfun á sérstökum námskeiđum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnaskóla sjómanna.

20. gr.
Refsiákvćđi.
     Brot gegn lögum ţessum eđa reglugerđum sem settar eru samkvćmt ţeim varđa sektum eđa fangelsi allt ađ tveimur árum enda liggi ekki ţyngri refsing viđ ţeim samkvćmt öđrum lögum. Beita skal ákvćđum III. kafla almennra hegningarlaga um tilraun og hlutdeild.

21. gr.
Gildistaka o.fl.
     Lög ţessi öđlast gildi 1. janúar 2008.
     Viđ gildistöku laga ţessara falla úr gildi lög um framkvćmd alţjóđasamţykktar um ţjálfun, skírteini og vaktstöđur sjómanna, nr. 47/1987, lög um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984, međ síđari breytingum, lög um atvinnuréttindi vélfrćđinga, vélstjóra og vélavarđa á íslenskum skipum, nr. 113/1984, međ síđari breytingum, og 3. mgr. ákvćđis til bráđabirgđa í lögum um áhafnir íslenskra farţegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001.

Ákvćđi til bráđabirgđa.
     Ţeir sem eru lögmćtir handhafar skírteina samkvćmt lögum sem falla úr gildi viđ gildistöku laga ţessara skulu halda réttindum sínum óskertum, enda fullnćgi ţeir öđrum kröfum laga ţessara, sbr. 4. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 9. gr.
     Heimilt er ađ gefa út ný skírteini í stađ eldri skírteina í samrćmi viđ ákvćđi reglugerđar. Nánar skal kveđiđ á um gildistíma eldri skírteina í reglugerđ.
     Hafi skipstjórnarmađur skírteini til skipstjórnarstarfa á skipi samkvćmt brúttórúmlestaviđmiđun eldri laga, sem hann hefur ekki réttindi til ađ gegna samkvćmt lögum ţessum, skal hann eigi ađ síđur eiga rétt á ađ fá útgefin skírteini til ţess ađ gegna sömu störfum á ţví skipi og skipum sem eins háttar um, ađ uppfylltum öđrum skilyrđum laganna eins og nánar er kveđiđ á um í reglugerđ.
     Ţeir sem viđ gildistöku laga ţessara eru lögmćtir handhafar 30 brúttórúmlesta atvinnuréttinda hafa rétt til ađ fá útgefiđ skírteini samkvćmt lögum ţessum til ađ vera skipstjórar á skipum sem eru 12 metrar og styttri ađ skráningarlengd í strandsiglingum, enda fullnćgi ţeir öđrum skilyrđum sem krafist er til ađ mega gegna ţeirri stöđu. Ţeir sem ţegar hafa öđlast 30 brúttórúmlesta atvinnuréttindi halda ţeim.
     Ţeir sem eru lögmćtir handhafar 80 brúttórúmlesta skipstjórnarréttinda hafa rétt til ađ fá útgefiđ skírteini samkvćmt lögum ţessum til ađ vera skipstjórar á skipum allt ađ 24 metrum ađ skráningarlengd í innanlandssiglingum, enda fullnćgi ţeir öđrum skilyrđum sem krafist er til ađ mega gegna ţeirri stöđu.
     Ţeir sem eru lögmćtir handhafar 200 brúttórúmlesta skipstjórnarréttinda hafa rétt til ađ fá útgefiđ skírteini samkvćmt lögum ţessum til ađ vera skipstjórar á skipum allt ađ 45 metrum ađ skráningarlengd í innanlandssiglingum, enda fullnćgi ţeir öđrum skilyrđum sem krafist er til ađ mega gegna ţeirri stöđu.
     Skipa skal í nefndir skv. 13. og 14. gr. ađ nýju viđ gildistöku laga ţessara.


Viđauki.

Útgáfa nýrra skírteina og yfirfćrsla eldri skírteina.
     Heimilt er ađ gefa út ný skírteini til skipstjórnarstarfa á íslenskum fiskiskipum og öđrum skipum samkvćmt ţessum lögum og reglugerđ sem sett er samkvćmt ţeim í stađ skírteina samkvćmt lögum nr. 112/1984 og reglugerđ nr. 118/1996 á ţann hátt sem eftirfarandi tafla sýnir:
Skírteini samkvćmt ţessum lögum og reglugerđ sem sett er samkvćmt ţeim.Skírteini samkvćmt lögum nr. 112/1984 og reglugerđ nr. 118/1996. Takmarkanir:
Skipstjóri/stýrimađur á fiskiskipi og öđrum skipum <12 metrar ađ skráningarlengd.
Réttindastig sem ţeir einir eiga tilkall til sem viđ gildistöku ţessara laga höfđu öđlast réttindi til ađ gegna stöđu skipstjóra og stýrimanns á skipi 30 brúttórúmlestir eđa minna í innanlandssiglingum.
Skipstjóri/stýrimađur á skipum 30 rúmlestir eđa minna í innanlandssiglingum. Ţeir sem ţegar hafa öđlast 30 brúttórúmlesta atvinnuréttindi halda ţeim.
Skipstjóri/stýrimađur á fiskiskipi og öđrum skipum <24 metrar ađ skráningarlengd í innanlandssiglingum.
(Skírteini Ac og Ad.)
Skipstjóri/stýrimađur á fiskiskipum og öđrum skipum, allt ađ 80 brl. í innanlandssiglingum (A- 2).
Yfirstýrimađur á fiskiskipi og öđrum skipum <45 metrar ađ skráningarlengd í innanlandssiglingum.
(Skírteini Ba.)
Yfirstýrimađur/1. stýrimađur á fiskiskipum og öđr- um skipum 200 rúmlesta og minni í innanlandssiglingum.
(A-3 og 1. stig.)
Skipstjóri á fiskiskipi og öđrum skipum <45 metrar ađ skráningarlengd í innanlandssiglingum.
(Skírteini Bb.)
Skipstjóri á 200 rúmlesta fiskiskipum og minni í innanlandssiglingum
(A-4 og 1. stig.)
Undirstýrimađur – engar takmarkanir.
(Skírteini Ab.)
Undirstýrimađur á 500 rúmlesta fiskiskipum og minni í innanlandssiglingum.
(A-4 og 1. stig.)
Yfirstýrimađur – engar takmarkanir.
(Skírteini Ca.)
Yfirstýrimađur/1. stýrimađur á fiskiskipum og öđrum skipum af ótakmarkađri stćrđ og farsviđi.
(A-5 og 2. stig.)
Skipstjóri – engar takmarkanir.
(Skírteini Cb.)
Skipstjóri á fiskiskipum og öđrum skipum af ótakmarkađri stćrđ og farsviđi.
(A-6 og 2. stig.)

Samţykkt á Alţingi 16. mars 2007.