Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1760, 139. löggjafarþing 789. mál: stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir.
Lög nr. 79 21. júní 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 97/2010, um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir.


1. gr.

     Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 7. gr., sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Eignarnámsheimild.
     Vegagerðinni er heimilt að taka eignarnámi land, jarðefni og önnur réttindi sem þörf verður á vegna framkvæmda sem félög skv. 1. og 2. gr. standa að. Um málsmeðferð vegna eignarnámsákvörðunarinnar gilda þau ákvæði VII. kafla vegalaga sem varða eignarnám.

2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ákvæði 7. gr. gilda um eignarnámsákvarðanir sem teknar eru eftir gildistöku laga þessara.
     Málsmeðferð vegna töku ákvarðana um eignarnám sem hafist hefur fyrir gildistöku laga þessara telst fullnægjandi undirbúningur að ákvörðun um eignarnám samkvæmt lögum þessum, enda uppfylli allir þættir hennar ákvæði málsmeðferðarreglna VII. kafla vegalaga, nr. 80/2007, með síðari breytingum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2011.