Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 779, 141. löggjafarþing 214. mál: Stjórnarráð Íslands (breyting ýmissa laga, flutningur verkefna).
Lög nr. 157 28. desember 2012.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna breytinga á Stjórnarráði Íslands.


I. KAFLI
Breyting á lögum um hvalveiðar, nr. 26/1949, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

II. KAFLI
Breyting á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965, með síðari breytingum.

2. gr.

  1. Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunin“ í 1. mgr. 9. gr. og 10. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.
  2. Í stað orðsins „ráðuneytið“ í 10. gr. laganna kemur: það ráðuneyti sem fer með sjávarútvegsmál.
  3. 11. gr. laganna fellur brott.
  4. 12. gr. laganna fellur brott.
  5. Orðin „að fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar“ og „stjórnar og“ í 1. mgr. 13. gr. laganna falla brott.
  6. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
  7.      Við Hafrannsóknastofnun starfar ráðgjafarnefnd. Sá ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál skipar nefndina til fjögurra ára í senn, tvo fulltrúa án tilnefningar, og skal annar þeirra vera formaður hennar, tvo samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með málefni sjálfbærrar þróunar, einn fulltrúa samkvæmt tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna, einn samkvæmt sameiginlegri tilnefningu Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og einn samkvæmt tilnefningu starfsmanna Hafrannsóknastofnunar. Að minnsta kosti annar fulltrúi hvors ráðherra í nefndinni skal hafa sérþekkingu á fagsviði Hafrannsóknastofnunar.
  8. Í stað orðanna „fylgist með rekstri Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: fjallar um langtímarannsóknastefnu fyrir Hafrannsóknastofnun.
  9. Orðin „og stjórn“ og „og gerir tillögur varðandi verkefnaval og starfshætti hennar“ í 2. mgr. 15. gr. laganna falla brott.
  10. 16. gr. laganna fellur brott.
  11. Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 1. málsl. 17. gr., 1. mgr. 18. gr. og 57. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.
  12. Í stað orðsins „stjórn“ í 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: forstjóri.
  13. Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnuninni“ í 2. mgr. 18. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.
  14. Orðin „stjórnar stofnunarinnar og“ í 2. mgr. 18. gr. laganna falla brott.
  15. Á eftir 18. gr. laganna kemur ný grein er verður 18. gr. a, svohljóðandi:
  16.      Starfa skal sérstök samstarfsnefnd ráðuneyta um mótun langtímanýtingarstefnu fyrir fiskstofna og eftir atvikum aðrar lifandi auðlindir hafsins. Sá ráðherra sem fer með málefni sjálfbærrar þróunar skipar nefndina. Tveir fulltrúar skulu skipaðir án tilnefningar og tveir fulltrúar samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál. Skiptast fulltrúar ráðuneytanna á um formennsku í eitt ár í senn.
         Samstarfsnefndin skal leita faglegs stuðnings Hafrannsóknastofnunar og gangast fyrir skipulegu samráði við fulltrúa atvinnugreinarinnar við mótun langtímanýtingarstefnu og vera þeim ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál til ráðgjafar.
         Hafrannsóknastofnun skal móta rannsóknastefnu og veita ráðgjöf um nýtingu á grundvelli opinberrar nýtingarstefnu þegar hún liggur fyrir.
  17. Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunin“ í fyrirsögn III. kafla laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.

III. KAFLI
Breyting á lögum um sjómannadag, nr. 20/1987.

3. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunin“ í 4. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1994, um viðauka við lög nr. 39/1990, um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins.

4. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 2. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

V. KAFLI
Breyting á lögum um Jarðasjóð, nr. 34/1992, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað orðanna „Við jarðadeild ráðuneytisins“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: Í ráðuneytinu.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um dýravernd, nr. 15/1994, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað orðsins „Umhverfisstofnunar“ í 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.

7. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 151/1996.

8. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 10. mgr. 6. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, með síðari breytingum.

9. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 1. mgr. 6. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarmynd og án greinis: Hafrannsóknastofnun.

X. KAFLI
Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 6. gr. a laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, með síðari breytingum.

11. gr.

  1. Í stað orðanna „þess ráðuneytis er fer með málefni náttúruverndar“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og eftir atvikum Veiðimálastofnunar.
  2. 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
  3.      Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og eftir atvikum Veiðimálastofnunar. Einnig skal leita umsagnar viðkomandi sveitarstjórnar.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 1. mgr. 54. gr. og orðsins „Hafrannsóknastofnunina“ í 1. mgr. 58. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar; og: Hafrannsóknastofnun.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, með síðari breytingum.

13. gr.

  1. Í stað orðanna „þeirra ráðuneyta er fara með málefni náttúruverndar sem og rannsóknir, verndun og nýtingu hafsbotnsins“ í 2. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Mannvirkjastofnunar og Hafrannsóknastofnunar.
  2. Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnuninni“ í 3. mgr. 24. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002, með síðari breytingum.

14. gr.

     E-liður 1. gr. laganna fellur brott.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003, með síðari breytingum.

15. gr.

     Í stað d–g-liða 1. mgr. 3. gr. laganna koma tveir nýir liðir, svohljóðandi:
  1. tvo samkvæmt tilnefningu þess ráðherra er fer með málefni vísinda,
  2. tvo samkvæmt tilnefningu þess ráðherra er fer með málefni atvinnuvega, atvinnuþróunar og nýsköpunar.


XVI. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004, með síðari breytingum.

16. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunin“ í 5. gr. og orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 24. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun; og: Hafrannsóknastofnunar.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um Matvælastofnun, nr. 80/2005, með síðari breytingum.

17. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að annast starfsemi dýraverndarráðs og eftirlit með framkvæmd laga um dýravernd, nr. 15/1994.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um Veiðimálastofnun, nr. 59/2006.

18. gr.

     Á eftir orðunum „án tilnefningar“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: einn samkvæmt tilnefningu ráðherra sem fer með málefni fiskeldis, fiskræktar og skeldýraræktar.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn fisksjúkdómum, nr. 60/2006, með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum.

20. gr.

  1. 2. mgr. 24. gr. laganna orðast svo:
  2.      Með sömu skilmálum og greinir í 1. mgr. er Fiskistofu heimilt, að fenginni umsögn Veiðimálastofnunar, að setja reglur um friðun tiltekinna svæða í vatni, þar sem fiskur safnast saman til hrygningar, eða vegna fyrirstöðu á göngu, enda sé veiði á þeim stöðum skaðleg fiskstofnum vatnsins.
  3. 2. málsl. 5. mgr. 28. gr. laganna orðast svo: Fiskistofa getur þó, ef sérstaklega stendur á og að fenginni umsögn Veiðimálastofnunar, heimilað fjölgun lagna.
  4. 6. mgr. 28. gr. laganna orðast svo:
  5.      Ef heimil veiðitæki samkvæmt lögum þessum þykja stofna viðgangi fiskstofns í veiðivatni í hættu er Fiskistofu heimilt að fækka föstum veiðivélum í því vatni. Skal áður aflað umsagnar Veiðimálastofnunar og viðkomandi veiðifélags eða veiðiréttarhafa, þar sem ekki er veiðifélag.
  6. 2. mgr. 32. gr. laganna orðast svo:
  7.      Fiskistofa getur, að fenginni umsögn Veiðimálastofnunar, með reglum heimilað notkun annarra veiðitækja og aðrar veiðiaðferðir en greinir í kafla þessum, enda skaði slíkt hvorki lífríki vatns, fiskigengd né fiskför.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum.

21. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ þrívegis í 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 11. gr. og orðsins „Hafrannsóknastofnunina“ í ákvæði til bráðabirgða I í lögunum kemur: Hafrannsóknastofnunar; og: Hafrannsóknastofnun.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, með síðari breytingum.

22. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 3. mgr. 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 1. mgr. 12. gr. og 1. og 3. mgr. 19. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um stjórn vatnamála, nr. 36/2011.

23. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnuninni“ í 2. mgr. 9. gr. og „Hafrannsóknastofnunin“ og „Hafrannsóknastofnunina“ í 1. og 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, með síðari breytingum.

24. gr.

  1. Í stað orðanna „málefni náttúruverndar“ í 1. mgr. 3. gr., 8. gr. og 6. mgr. 10. gr. laganna kemur: orkumál.
  2. Í stað orðanna „Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar“ í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: Ráðherra.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.

25. gr.

  1. Orðið „umhverfismála“ í 1. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.
  2. Orðið „loftslagsmála“ í 4. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um skeldýrarækt, nr. 90/2011.

26. gr.

     Í stað orðsins „Hafrannsóknastofnunarinnar“ í 2. mgr. 5. gr., 6. gr., 2. mgr. 7. gr., 3. mgr. 9. gr. og 17. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

XXVII. KAFLI
Gildistaka.

27. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2012.