Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 172, 145. löggjafarþing 132. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (leyfilegur munur á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga).
Lög nr. 105 30. september 2015.

Lög um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (leyfilegur munur á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VI í lögunum:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 39. gr. skal lífeyrissjóði vera heimilt að hafa allt að 15% mun á milli eignarliða og framtíðarskuldbindinga vegna lífeyris miðað við tryggingafræðilega athugun fyrir árið 2011 og allt að 13% mun fyrir árin 2012, 2013 og 2014, án þess að honum sé skylt að gera breytingar á samþykktum sjóðsins.
  2. Í stað „2012 og 2013“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 2012, 2013 og 2014.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. september 2015.