Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 569, 145. löggjafarþing 200. mál: sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 113 10. desember 2015.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra.

1. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. og 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

2. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 4. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

III. KAFLI
Breyting á búnaðarlögum, nr. 70/1998.

3. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnun“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 58/2006, um fiskrækt.

4. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. mgr. 4. gr., 6. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum.

5. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skipar fimm manna fisksjúkdómanefnd: einn samkvæmt tilnefningu Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, tvo samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar og skal annar vera sérfróður um ferskvatnsfiska en hinn um sjávardýr og einn samkvæmt tilnefningu Fiskistofu og yfirdýralækni, sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar.

6. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnun“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.

7. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 2. mgr. 11. gr., 1. mgr. 16. gr., tvívegis í 1. mgr. og í 4. mgr. 17. gr., 1. og 3. mgr. 18. gr., 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 21. gr., 1. og 2. mgr. 24. gr., 25. gr., 3. mgr. 27. gr., 3., 5. og 6. mgr. 28. gr., 2. mgr. 29. gr., 3. mgr. 30. gr., 2. mgr. 32. gr. og 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar; og í stað orðsins „Veiðimálastofnun“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.

8. gr.

     Orðið „Veiðimálastofnunar“ í 3. mgr. 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr., orðin „Veiðimálastofnunar og“ í 1. mgr. 12. gr. og orðin „eða Veiðimálastofnunar“ í 1. mgr. 19. gr. laganna falla brott.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála.

9. gr.

     Orðið „Veiðimálastofnun“ í 2. mgr. 9. gr. og 1. og 2. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 55/2012, um umhverfisábyrgð.

10. gr.

     Í stað orðsins „Veiðimálastofnunar“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnunar.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 15. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „átta“ í 2. málsl. kemur: sjö.
  2. Orðið „Veiðimálastofnun“ í 3. málsl. fellur brott.


12. gr.

     2. málsl. 4. mgr. 63. gr. laganna orðast svo: Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun tilnefna einn fulltrúa hver og Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins tilnefna sameiginlega einn fulltrúa.

XI. KAFLI
Gildistaka.

13. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2016.

Samþykkt á Alþingi 2. desember 2015.