9. fundur
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. júní 2018 kl. 12:30


Mættir:


Nefndarritari: Helgi Þorsteinsson

Bókað:

1) Sumarfundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Noregi 26.-28. júní 2018 Kl. 12:40
Farið var yfir helstu mál sem eru á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Samstaða var meðal þingmanna um að styðja málamiðlunarlausn (merkt „C“ í minnisblaði skrifstofu Norðurlandaráðs) varðandi sameiginlega tillögu Finna og Íslendinga um að gera finnsku og íslensku að vinnutungumálum í Norðurlandaráði til jafns við skandinavísku málin, þó þannig að einingu Íslendinga og Finna í þessu máli yrði ekki stefnt í voða. Varðandi þá endurskoðun sem skrifstofa Norðurlandaráðs er að vinna að á fyrirkomulagi verðlauna Norðurlandaráðs var ákveðið að boða fulltrúa Norræna hússins á fund ÍNR fljótlega til að fara yfir málin.

2) Fjárveitingar til Norræna eldfjallasetursins og annarra norrænna stofnana Kl. 13:05
Ákveðið var að boða menntamálaráðherra og samstarfsráðherra saman á fund Íslandsdeildar Norðurlandaráðs í haust til að fara yfir þetta mál.

3) Stjórnsýsluhindranir Kl. 13:15


4) Vorþing Norðurlandaráðs á Íslandi 10.-11. apríl 2018 Kl. 13:20


5) Vorfundur fastanefndar Þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins í Koli-þjóðgarðinum í Finnlandi 14.-15. maí 2018 Kl. 13:25
Ritara Íslandsdeildar var falið að taka saman minnisblað um þátttöku Íslendinga í Þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins (BSPC) meðal annars með yfirliti yfir alla fundi BSPC þannig að Íslandsdeild geti í framhaldinu tekið afstöðu til þess hvernig hún vilja haga þátttöku sinni í starfi BSPC.

6) Fundur Norðurlandaráðs um málefni Hvíta-Rússlandi í Helsinki 7.-8. maí 2018 Kl. 13:30


7) Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) í Kiruna 13.-14. maí 2018 Kl. 13:35


8) Önnur mál (ÍNR 2018) Kl. 13:40
Ákveðið var að setja á dagskrá fundar Íslandsdeildar með menntamálaráðherra og samstarfsráðherra í haust að ræða framlög til Norræna menningarsjóðsins. Norræna ráðherranefndin ráðgerir að skerða þau. Ritara Íslandsdeildar var falið að benda skipuleggjendum lýðræðishátíðarinnar Lýsu á Akureyri á að stjórnmálaflokkar hefðu líklega ekki fengið nægar upplýsingar um hátíðina.

Fundi slitið kl. 14:00