28.9.2004

Heimsókn sendinefndar frá tékkneska þinginu

Evrópunefnd neðri deildar tékkneska þingsins er í heimsókn hér á landi dagana 28.-29. september. Nefndin mun m.a. funda með utanríkismálanefnd Alþingis og Íslandsdeild EFTA. Þá mun nefndin eiga fundi í utanríkisráðuneyti, heimsækja varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, fara í skoðunarferð til Þingvalla og heimsækja orkuverið að Nesjavöllum.
 
Í sendinefndinni eru fjórir þingmenn, þrír starfsmenn og fulltrúi sendiráðs Tékklands í Ósló.