11.9.2014

Forseti Alþingis sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja sem haldin verður í Ósló 11.-12. september 2014.
Fundarefni verða meðal annars lýðræðisþátttaka og traust á stofnunum, staða öryggismála og lýðræðis í Evrópu, ásamt umræðum um hlutverk stjórnar og stjórnarandstöðu í lýðræðisríkjum.

Evrópuráðsþingið er vettvangur þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins og hefur Alþingi átt aðild að því síðan 1950. Nánari upplýsingar má finna á vefslóð Evrópuráðsþingsins.