29.6.2016

Fundur utanríkismálanefndar með forsætisráðherra Svartfjallalands

Fulltrúar úr utanríkismálanefnd Alþingis áttu í dag fund með Milo Đukanović, forsætisráðherra Svartfjallalands. Á fundinum var m.a. rætt um aðild Svartfjallalands að NATO, sem nú er í fullgildingarferli, Brexit og stöðu Evrópusamvinnunnar og öryggis- og varnarmál í austanverðri Evrópu. 

Đukanović sækir Ísland heim í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að stofnað var til sjálfstæðs ríkis Svartfjallalands. Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands árið 2006.

Heimsókn forsætisráðherra Svartfjallalands