30.6.2015

Fundur vestnorrænna þingforseta

Kristján L. Möller, 1. varaforseti Alþingis, sækir fund vestnorrænna þingforseta í Klakksvík í Færeyjum 30. júní 2015 í boði Jógvans á Lakjuni, forseta færeyska Lögþingsins. Auk þeirra sækir Lars-Emil Johansen, forseti grænlenska þingsins, fundinn. Á dagskrá fundar er meðal annars vestnorrænt samstarf en Vestnorræna ráðið fagnar 30 ára afmæli í ár. Þá munu þingforsetarnir gera grein fyrir því sem er efst á baugi í löndunum þremur og ræða stöðu mála í hval- og selveiðum. Kristján L. Möller mun einnig kynna dagskrá Norðurlandaráðsþings sem haldið verður í Reykjavík í haust.

Fundur vestnorrænna þingforseta.