28.9.2023

Ráðstefna þingforseta Evrópuráðsríkja í Dyflinni

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sækir ráðstefnu forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins sem haldin er í Dyflinni 28.–29. september. Ráðstefnur þingforseta Evrópuráðsríkja eru haldnar á tveggja ára fresti, jafnan til skiptis í Evrópuráðsþinginu og aðildarríki.

Á dagskrá ráðstefnu að þessu sinni eru afleiðingar / áhrif innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu, áskoranir fulltrúalýðræðis á válegum tímum og mikilvægi jafnréttis og fjölbreytni í þjóðþingum. Forseti Alþingis verður einn framsögumanna síðastnefnds dagskrárliðar. Sérstakur gestur ráðstefnu er forseti Úkraínuþings, Ruslan Stefanchuk.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Evrópuráðsþingsins.