Jón Ólafsson

Jón Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1927–1931, alþingismaður Rangæinga 1931–1937 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Kosinn landskjörinn alþingismaður (Rangæinga) 1937, en dó áður en þing kom saman.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Sumarliðabæ í Holtum 16. október 1869, dáinn 3. ágúst 1937. Foreldrar: Ólafur Þórðarson (fæddur 20. ágúst 1829, dáinn 29. apríl 1898) bóndi þar og kona hans Guðlaug Þórðardóttir (fædd 22. september 1839, dáin 13. mars 1920) húsmóðir. Bróðir Gunnars Ólafssonar alþingismanns. Maki (14. janúar 1904): Þóra Halldórsdóttir (fædd 5. febrúar 1878, dáin 27. júní 1950) húsmóðir. Foreldrar: Halldór Guðmundsson og kona hans Elín Bárðardóttir. Börn: Ólafur Helgi (1905), Unnur (1907), Ásta Lára (1912), Ágústa (1914), Ólafía Guðlaug (1919). Dóttir Jóns og Ragnheiðar Sturlaugsdóttur: Ragnheiður (1932).

Naut fræðslu í Sjómannaskóla Árnessýslu. Stýrimannapróf 1899 Stýrimannaskólanum í Reykjavík.

Útróðrarmaður á Stokkseyri frá 16 ára aldri og sjómaður á fiskiskútum í Reykjavík. Skipstjóri á þilskipum 1899–1911. Framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins „Alliance“ og fleiri félaga 1911–1930. Skipaður 4. apríl 1930 bankastjóri Útvegsbankans og gegndi því starfi til æviloka.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1918–1934.

Alþingismaður Reykvíkinga 1927–1931, alþingismaður Rangæinga 1931–1937 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Kosinn landskjörinn alþingismaður (Rangæinga) 1937, en dó áður en þing kom saman.

Æviágripi síðast breytt 25. ágúst 2021.

Áskriftir