Sigríður A. Þórðardóttir

Sigríður A. Þórðardóttir

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1991–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Umhverfisráðherra 2004–2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2005–2006.

6. varaforseti Alþingis 2006–2007.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 1998–2003.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Siglufirði 14. maí 1946. Foreldrar: Þórður Þórðarson (fæddur 14. desember 1921, dáinn 22. nóvember 1992) vélstjóri þar og kona hans Margrét Arnheiður Árnadóttir (fædd 10. febrúar 1923, dáin 2. maí 2013) húsmóðir og verkakona á sama stað, móðursystir Árna Steinars Jóhannssonar alþingismanns. Maki (10. september 1968): Jón Þorsteinsson (fæddur 19. febrúar 1946) sóknarprestur í Mosfellsbæ. Foreldrar: Þorsteinn Matthíasson og kona hans Jófríður Jónsdóttir. Dætur: Jófríður Anna (1967), Þorgerður Sólveig (1975), Margrét Arnheiður (1978).

Stúdentspróf MA 1966. BA-próf í íslensku, sagnfræði og grísku frá HÍ 1977. Framhaldsnám við Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum 1983.

Starfsmaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 1966–1967 og 1969–1971. Kennari við Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði 1975–1990 og Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ 1990–1991. Skip. 15. sept. 2004 umhverfisráðherra; jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda síðan 27. sept. 2005, lausn 15. júní 2006.

Í hreppsnefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði 1978–1990, oddviti 1978–1982 og 1986–1988. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1987–1991 og frá 1996. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1989–1991. Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins 1990–1991 og frá 1998. Formaður nefndar um mótun menntastefnu 1992–1994. Í þróunarnefnd Háskóla Íslands 1992–1995. Í stjórn Endurbótasjóðs menningarstofnana 1994–2002. Í stjórn Norræna hússins frá 1994. Formaður stefnumótunarnefndar um endurskoðun aðalnámskráa 1996–1997. Í nefnd um endurskoðun kosningalaga síðan 1999. Forseti Norðurlandaráðs 2000–2001.

Alþingismaður Reyknesinga 1991–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Umhverfisráðherra 2004–2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2005–2006.

6. varaforseti Alþingis 2006–2007.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 1998–2003.

Menntamálanefnd 1991–2002 (formaður), iðnaðarnefnd 1991–1999 og 2006–2007, heilbrigðis- og trygginganefnd 1991–1999 og 2003–2004, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999 og 2000–2003 (formaður 2001–2003), efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2003, utanríkismálanefnd 2002–2003 (formaður), kjörbréfanefnd 2003–2005, umhverfisnefnd 2003–2004 (form.).

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1991–2004 og 2006– 2007 (formaður), Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál 2002–2004 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 17. mars 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir