Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga

(1509157)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.11.2015 15. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga
Formaður kynnti álit efnahags- og viðskiptanefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
18.11.2015 19. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga
Nefndin ákvað að skila áliti um málið til Utanríkismálanefndar. Undir álitið rita Frosti Sigurjónsson formaður, BRynjar Níelsson, Sigríður Á Anderssen, Steingrímur J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson og Ásmundur Einar Daðason.
05.11.2015 15. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga
Á fund nefndarinnar mætti Harpa Theódórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og kynnti málið fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fela formanni ásamt nefndarritara að vinna drög að umsögn um málið.
07.10.2015 6. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga
Þessum dagskrárlið var frestað vegna tímaskorts.