Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit

(1509181)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
23.02.2017 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit
Formaður kynnti drög að áliti til utanríkismálanefndar vegna málsins. Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni með áliti frá meiri hluta, Svandís Svavarsdóttir og Jón Þór Ólafsson rita ekki undir álitið.
21.02.2017 6. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti Björn Freyr Björnsson og Valgerður B. Eggertsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Jóhanna Bryndís kynnti álitsgerð forsætisráðuneytis, innanríkisráðuneytis og utanríkisráðuneytis um málið og Björn Freyr kynnti efni gerðarinnar. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.
25.05.2016 56. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit
Nefndin afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar vegna málsins.
19.05.2016 53. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit
Á fund nefndarinnar kom Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti sem kynnti efni gerðarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.