Tilskipun (ESB) nr. 2015/849 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

(1610013)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
10.12.2018 12. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun (ESB) nr. 2015/849 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Hildur Dungal frá dómsmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu minnisblað utanríkisráðherra þar sem óskað var heimildar nefndarinnar til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 249-252/2018 með lagafrumvarpi. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Nefndin tók ákvörðun um að veita slíka heimild í samræmi við a-lið 7. gr. reglna Alþingis um þinglega meðferð EES-mála.
28.03.2017 10. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun (ESB) nr. 2015/849 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Sjá bókun við dagskrárlið 2.
08.03.2017 28. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Tilskipun (ESB) nr. 2015/849 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Á fund nefndarinar komu Dagmar Sigurðardóttir og Hildur Dungal frá innanríkisráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.