Kynning á þingmálaskrá

(1701168)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.02.2017 13. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings
Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Ingibjörg Broddadóttir og Karl Pétur Jónsson frá velferðarráðuneyti. Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 146. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.
09.02.2017 11. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bryndís Helgadóttir og Laufey Rún Ketilsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Dómsmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 146. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.
08.02.2017 5. fundur velferðarnefndar Kynning á þingmálaskrá
Á fund nefndarinnar mættu Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra, Karl Pétur Jónsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmenn ráðherra, og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Rún Knútsdóttir frá velferðarráðuneyti. Fóru þau yfir þingsmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.
08.02.2017 4. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Ólafur E. Jóhannsson, aðstoðarmenn ráðherra, og Ragnhildur Hjaltadóttir, Sigurbergur Björnsson og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneyti mættu á fund nefndarinnar, gerðu grein fyrir málum frá ráðuneytinu á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 146. löggjafarþing og svöruðu spurningum nefndarmanna.
07.02.2017 10. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Jóna Pálsdóttir, Jón Vilberg Guðjónsson og Sigríður Lára Ásbergsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 146. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.
06.02.2017 19. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings - kynning.
Á fund nefndarinnar komu fyrst Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðrún Þorleifsdóttir, Haraldur Steinþórsson og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og næst Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og
Heimir Skarphéðinsson, Sigrún Brynja Einarsdóttir og Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
02.02.2017 3. fundur utanríkismálanefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings
Á fundinn komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Borgari Þór Einarssyni, Helgu Hauksdóttur, Jörundi Valtýssyni, Maríu Erlu Marelsdóttur, Unni Orradóttur Ramette, Gunnari Snorra Gunnarssyni og Andra Lútherssyni frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra kynnti þingmálaskrá og svaraði spurningum nefndarmanna.
01.02.2017 3. fundur velferðarnefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings
Á fundinn mættu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Einar Magnússon, Guðlín Steindórsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti. Kynntu þau þingmálaskrá ráðherra ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
01.02.2017 2. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Þingmálaskrá 146. löggjafarþings
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti mættu á fund nefndarinnar, gerðu grein fyrir málum frá ráðuneytinu á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 146. löggjafarþing og svöruðu spurningum nefndarmanna.