Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 20. janúar 2017.  Útgáfa 146a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta

1911 nr. 37 11. júlí


Tóku gildi 9. október 1911. Breytt með l. 38/1954 (tóku gildi 1. júlí 1954).


1. gr. Konur eiga sama rétt eins og karlar til að njóta kennslu og ljúka fullnaðarprófi í öllum menntastofnunum landsins.
2. gr. Konur eiga sama rétt eins og karlar til hlutdeildar í styrktarfé því, sem veitt er af opinberum sjóðum námsmönnum við æðri og óæðri menntastofnanir landsins. … 1)
    1)L. 38/1954, 37. gr.