146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

orlof húsmæðra.

119. mál
[18:05]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég er ekki með nákvæmari tölur, en ég hef fengið þær upplýsingar að það eru enn þá konur þess tíma sem nýta sér orlofsréttinn. En þær sem nýta hann mest eru yngri konur sem öðlast hafa þennan orlofsrétt og eins frekari rétt. Það er kannski það sem hefur hvatt sveitarfélögin til þess að leggja áherslu á að lögin verði felld úr gildi. Eins og ég sagði í framsögu minni kemur hvatningin helst þaðan. Ég vil benda á að sveitarfélögin hafa fullan rétt til þess að meta hvort þau séu með þegna í samfélagi sínu sem eigi að halda þessum rétti. Þau hafa þá rétt á að styrkja þær konur áfram til orlofstöku. Það er því ekki verið að loka fyrir þann möguleika.