5. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 20. október 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur (AFE), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Oddný Harðardóttir vék af fundi kl. 9:30 og Albertína
Friðbjörg Elíasdóttir tók sæti.

Halla Signý Kristjánsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson viku af fundi kl. 11:15 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Nefndin samþykkti fundargerð 4. fundar.

2) Áhrif Covid-19 á atvinnulífið Kl. 09:05
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund (kl. 09:05) Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Berglindi Kristinsdóttur frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Hildi Jakobínu Gísladóttur frá Vinnumálastofnun á Suðurnesjum, Guðbjörgu Kristmundsdóttir frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, Guðjón Skúlason frá Samtökum atvinnurekenda á Suðurnesjum og (kl. 10:15) Önnu Hrefnu Ingimundardóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Andrés Magnússon og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu, Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu og Sveinbjörn Indriðason frá Isavia.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 12. mál - merkingar og upplýsingaskylda varðandi vörur sem tengjast orkunotkun Kl. 11:45
Nefndin samþykkti að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50