15. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 15:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 15:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 15:10
Ágústa Ágústsdóttir (ÁgÁ), kl. 15:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 15:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:10
Friðjón R. Friðjónsson (FRF), kl. 15:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur (ÞSv), kl. 15:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 15:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:10

Hanna Katrín Friðriksson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 349. mál - stjórn fiskveiða Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorstein Sigurðsson og Guðmund Þórðarson frá Hafrannsóknastofnun.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Pál Aðalsteinsson og Valentínus Guðnason frá Bátafélaginu Ægi í Stykkishólmi, Stefán Guðmundsson frá Grásleppuútgerðum og vinnslum á Húsavík, og Axel Helgason, Einar E. Sigurðsson og Kára Borg.

Þá fékk nefndin á sinn fund Ólaf Örn Ásmundsson frá Þórishólma ehf., og Jakob Björgvin Jakobsson frá Stykkishólmsbæ.

3) Önnur mál Kl. 17:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:03