23. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Hildur Sverrisdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Frestað.

2) 537. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Agnar Braga Bragason, Jón Þránd Stefánsson og Guðmud Þórðarson frá matvælaráðuneyti, Örn Pálsson og Arthur Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda, Heiðrúnu Lindu Marteinsdóttur og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Auði Önnu Magnúsdóttur og Ágústu Jónsdóttur frá Landvernd.

3) 538. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Agnar Braga Bragason, Jón Þránd Stefánsson og Guðmud Þórðarson frá matvælaráðuneyti, Örn Pálsson og Arthur Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda, Heiðrúnu Lindu Marteinsdóttur og Heiðmar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Auði Önnu Magnúsdóttur og Ágústu Jónsdóttur frá Landvernd.

4) Störf nefndarinnar á 153. þingi Kl. 11:30
Nefndin ræddi starfið framundan, þ.á.m. fyrirhugaða utanferð nefndar. Var ákveðið að haldið skyldi utan dagana 6. - 10. mars og að nefndin mundi kynna sér fiskeldi og samkeppnisreglur í landbúnaði í Færeyjum og í Noregi. Ákveðið var að leita samþykkis forseta fyrir fyrrgreindum dagsetningum bærust nefndarritara ekki athugasemdir frá nefndarmönnum.

5) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00