12. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:07
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:08
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00

Ólafur Ísleifsson boðaði forföll.
Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 3.-11. fundar voru samþykktar.

2) Dreifing fjármagns til rannsóknar, þróunar og nýsköpunar eftir landshlutum Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mætti Daði Már Kristófersson. Hann kynnti mál sitt og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 229. mál - matvæli Kl. 09:40
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar. Nefndin samþykkti Sigurð Pál Jónsson sem framsögumann málsins.

4) 204. mál - merkingar um kolefnisspor matvæla Kl. 09:44
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar. Nefndin samþykkti Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur sem framsögumann málsins.

5) Önnur mál Kl. 09:44
Nefndin samþykkti að óska þess að fá lista yfir þær reglugerðir sem felldar voru brott í samræmi við aðgerðaráætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Nefndin samþykkti að halda aukafund í hádegishléi þingfundar í dag.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50