71. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 09:03


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:03
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:03
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:03
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:03

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 71. fundar var samþykkt.

2) 755. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald o.fl. Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skarphéðin Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Sigrúnu Henríettu Kristjánsdóttur og Guðrúnu Huld Birgisdóttur frá Samgöngustofu.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:37
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:39