8. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 kl. 09:04


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:04
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:04
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:04
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:04
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:04
Inga Sæland (IngS), kl. 09:04
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:04

Berglind Guðmundsdóttir var fjarverandi.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:38.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Inga Sæland tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa Alþingis.

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Dagskrárlið var frestað.

2) Staða íslenskrar ferðaþjónustu Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Pétur Þ. Óskarsson og Sigríður Dögg Guðmundsdóttir frá Íslandsstofu.

Gestir viku kl. 9:35 og gert var hlé á dagskrá.

3) 15. mál - velferð dýra Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu Arnþór Guðlaugsson og Eydís Sigvaldadóttir frá Ísteka ehf.

Þá mættu á fund nefndarinnar Guðni Halldórsson frá Landssambandi hestamannafélaga og Sylvía Sigurbjörnsdóttir frá Félagi tamningarmanna.

Að síðustu mættu á fund nefndarinnar Bára Eyfjörð Heimisdóttir og Charlotta Oddsdóttir frá Dýralæknafélagi Íslands og Hallgerður Hauksdóttir frá Dýraverndarsambandi Íslands.

Gestir viku kl. 11:42.

Nefndin ákvað að Inga Sæland yrði framsögumaður málsins í stað Tómasar A. Tómassonar.

4) Önnur mál Kl. 11:44
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:44