5. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. september 2022 kl. 09:05


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:05

Haraldur Benediktsson og Þórarinn Ingi Pétursson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Nefndin samþykkti fundargerð 3. fundar.

2) Umsagnarbeiðnir Kl. 09:05
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda. Ákveðið var að heimildin tæki eingöngi til mála þar sem umsagnarfrestur væri hefðbundinn.

3) 10. mál - efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins Kl. 09:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

4) 7. mál - stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar Kl. 09:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður þess.

5) 6. mál - tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl. Kl. 09:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Hanna Katrín Friðriksson verði framsögumaður þess.

6) Störf nefndarinnar Kl. 09:12
Nefndin samþykkti, með vísan til XIII. kafla starfsreglna fastanefndar Alþingis, að óska eftir heimild forsætisnefndar til fræðsluferðar atvinnuveganefndar að vori 2023.

7) Önnur mál Kl. 09:22
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:25