47. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2023 kl. 15:06


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 15:06
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 15:06
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) 2. varaformaður, kl. 15:06
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:06
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 15:06
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:06
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 15:06
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 15:06

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Sigurjón Þórðarson vék af fundi kl. 16:32 og Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 16:41.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Lið frestað.

2) 861. mál - stjórn fiskveiða Kl. 15:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gauta Jóhannesson frá Múlaþingi, Björn S. Lárusson frá Langanesbyggð, Hjálmar Boga Hafliðason og Bergþór Bjarnason frá Norðurþingi, Auðunn F. Kristinsson frá Landhelgisgæslunni, Hilmar Snorrason frá Slysavarnarskóla sjómanna og Sigríði Norðmann, Jón Þránd Stefánsson og Skúla Kristinn Skúlason frá Matvælaráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Tóku þau öll þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskaparlaga að óska eftir minnisblaði frá Landhelgisgæslunni um atvik hjá strandveiðibátum síðastliðin 20 ár, brotið niður eftir landsvæði, mánuðum, árum og alvarleika atvika. Auk þess var óskað eftir tölfræðigögnum varðandi atvik frá rannsóknarnefnd sjóslysa um sjóslys og slys á sjómönnum fyrir tíma strandveiðikerfisins og eftir að það kerfi komst á legg árið 2009.

Þá samþykkti nefndin einnig með vísan til 51. gr. þingskaparlaga að óska eftir minnisblaði frá Matvælaráðuneytinu varðandi sjónarmið þess um hvaða áhrif þær breytingar sem frumvarp þetta hefur í för með sér hefur á öryggi sjómanna með hliðsjón af ólympískum veiðum.

3) 536. mál - raforkulög Kl. 16:52
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt til 3. umræðu án nefndarálits var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

4) Önnur mál Kl. 16:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:55