33. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 1. febrúar 2024 kl. 09:00


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 9. mál - stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi Kl. 09:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) 25. mál - aukin verðmætasköpun við nýtingu þörunga Kl. 09:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 521. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 09:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 33. mál - búvörulög Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

6) 41. mál - fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða Kl. 09:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 541. mál - raforkulög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Pál Hreinsson, Kristin Jónasson, Írisi Róbertsdóttur, Katrínu Sigurjónsdóttur og Björgu Ágústsdóttur frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Gestirnir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.
Gestir viku kl. 10:00 og nefndin hélt áfram að fjalla um málið.

8) Önnur mál Kl. 10:05
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10