81. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. júní 2012 kl. 08:33


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 08:33
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:33
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:33
Illugi Gunnarsson (IllG) fyrir JónG, kl. 08:33
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 08:33
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir ÓÞ, kl. 10:26
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:33
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:33
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir LRM, kl. 08:33

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar Kl. 08:33
Fyrir fund nefndarinnar voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 658. mál - veiðigjöld Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Ingriði Þorláksson, Huginn Freyr Þorsteinsson og Valdimar Halldórsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.
Hlé var gert á umræðum um málið og þær teknar upp að nýju kl. 10:26.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið ásamt tillögum til breytinga. Fram var lögð tillaga um að nefndin afgreiddi málið frá sér á grundvelli draganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum KLM, BVG, ÞBach, SII og SER.
ÞSa lagði eftirfarandi bókun fram:
"Hreyfingin mótmælir því fyrirkomulagi við vinnu við frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld (mál 657 og 658) að s.k. trúnaðamannahópur fulltrúa stjórnmálaflokka haldi áfram vinnu sinni og skili frá sér samantekt/greinargerð til grundvallar frekari vinnu við frumvarp um stjórn fiskveiða. Slíkur hópur hefur enga formlega stöðu samkvæmt þingsköpum Alþingis og það er óásættanlegt að vinna við þingmál fari fram með þessum hætti. Hreyfingin krefst þess að hópurinn sem samanstendur af fulltrúum í atvinnuveganefnd vinni að málinu með atvinnunefnd allri og að nefndin öll hafi beina aðkomu að öllum fundum og tillögum hópsins."

3) Frumvarpsdrög - breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Kl. 09:47
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson og Hrefna Karlsdóttir frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fyrir fundinn voru lögð drög að frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða.
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál. Kl. 10:31
KLM lagði fram undirskriftarlista frá Vestmannaeyjum með fyrirsögninni "Áskorun úr eyjum".
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:31