3. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. september 2012 kl. 09:04


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:04
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:04
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:04
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:01
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:04
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:04

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) Afstaða til EES-máls, tilsk. 2009/72/EB (innri raforkumarkaður). Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ingvi kynnti nefndinni efni tilskipunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.
Á fundinum var lagt fram minnisblað um raforkutilskipanir ESB (1, 2 og 3) og undanþáguheimildir í þeim.

3) Raforkuverð til garðyrkjubænda. Kl. 09:42
Á fund nefndarinnar komu Bjarni Jónsson og Sveinn Sæland frá Samtökum garðyrkjubænda, Gunnlaugur Karlsson frá Sölufélagi Garðyrkjumanna, Bernharð Ólafsson frá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf. og Pétur Einir Þórðarsson og Tryggvi Þór Haraldsson frá RARIK. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir sem tengdust raforkuverði garðyrkjubænda og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Á fundinum var lögð fram skýrsla með heitinu Raforkudreifiveita Garðyrkjubænda.


4) 14. mál - sókn í atvinnumálum Kl. 11:37
Nefndin ræddi málið
Lögð var fram tillaga um að SIJ yrði skipaður framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) Önnur mál. Kl. 11:39
Nefndin ræddi meðferð 128. máls stuttlega.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
LRM kom seint til fundar vegna fundar í efnahags- og viðskiptanefnd.
JónG yfirgaf fundinn kl. 11:33.
BVG var fjarverandi vegna anna í fjárlaganefnd.
ÓÞ var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 11:39