37. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. janúar 2013 kl. 08:39


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:39
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:39
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:39
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:39
Logi Már Einarsson (LME), kl. 08:39
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:39
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:50

VSk boðaði forföll.
JónG var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:22
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur.

2) 283. mál - velferð dýra Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason, Gunnlaugur Júlíusson og Tryggvi Þórhallsson frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga og Jón Einarsson frá Sýslumanninum í Borgarnesi. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til frumvarpanna og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Á fundinum var lagt fram minnisblað sem ber heitið "Gögn um kostnað sveitarfélaga af umsýslu við búfé og önnur dýr".
Lögð var fram tillaga um að sendar yrðu út fleiri umsagnarbeiðnir um málið. Tillagan var samþykkt.

3) 219. mál - strandveiðar Kl. 10:21
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tillagan var samþykkt.

4) 488. mál - umgengni um nytjastofna sjávar Kl. 10:21
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tillagan var samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 10:21
Nefndin ræddi stuttlega um dagskrár næstu funda.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:22