46. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 09:07


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:07
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:07
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:07
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:07
Logi Már Einarsson (LME), kl. 09:07
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:07
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:07
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:07

ÞSa, JRG, SIJ og JónG yfirgáfu fundinn kl. 12:00 vegna annarra þingstarfa.


Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:07
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 570. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Drífa Snædal frá Starfsgreinasambandi Íslands, Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands, Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Guðmundur Ragnarsson frá VM-félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Árni Bjarnason frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Arthur Bogason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Albert Svavarsson, Ólafur Arnarson og Aðalsteinn Finsen frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Björg Ásta Þórðardóttir frá Félagi atvinnurekenda, Birgir Haukdal Rúnarsson frá Samtökum Íslenskra fiskimanna. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að LRM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

3) 574. mál - niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar Kl. 12:59
Lögð var fram tillaga um að senda málið til umsagnar með fresti til 4. mars til að skila umsögnum. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að LRM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

4) Önnur mál. Kl. 12:59
Á fund nefndarinnar kom Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jóhann kynnti nefndinni hugmyndir um breytingar á 447. máli, stjórn fiskveiða (stærðarmörk krókaaflamarksbáta, strandveiðar), og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að senda 605. mál, endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi (aukin hlutdeild, EES-reglur), til umsagnar með fresti til 6. mars til að skila umsögnum. Tillagan var samþykkt.

Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:06