62. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. mars 2013 kl. 08:12


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:12
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:18
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:12
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:20

KLM og LRM boðuðu forföll.
JónG,ÓÞ og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð 61. fundar nefndarinnar.

2) 634. mál - vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu Kl. 08:13
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Óðinn Sigþórsson frá Landssambandi veiðifélaga og Örn Bergsson frá Landssamtökum landeigenda. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Önnur mál. Kl. 09:00
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 09:00