36. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir ÁsF, kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Jón Gunnarsson var fjarverandi vegan þingstarfa erlendis.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Geir Jón Þórisson og Kristján L. Möller véku af fundi kl. 11:10 vegan annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 32. - 35. fundar voru samþykktar.

2) 256. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017 Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands,
Sigurð Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands, Aðalsteinn Óskarsson og Albertína Elíasdóttir frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Helgu Árnadóttur og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Bjarna Jónsson og Katrínu Maríu Andrésdóttur frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Ásdísi Hlökk Theódósdóttur, Einar Jónsson og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun,

3) Önnur mál. Kl. 12:00
Vegna frumvarps í máli 153 (aflahlutdeildir í úthafsrækju) óskaði LRM eftir því að kannað yrði hvað sú breytingartillaga sem rædd var á fundi atvinnuvegnefndar 20. feb. sl. myndi kosta ríkissjóð yrði hún að lögum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00