51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir vék af fundi á milli kl. 10:00 og 11:00.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 48.-50. fundar voru samþykktar.

2) 3. mál - tekjuskattur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Harald Inga Birgisson frá Deloitte.

3) 360. mál - græn atvinnubylting Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Stefánsson og Önnu Margréti Kornelíusdóttur frá Grænu orkunni.

4) 98. mál - ástandsskýrslur fasteigna Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Friðrik Ágúst Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins og Jóhann Þór Magnússon.

5) 344. mál - Neytendastofa o.fl. Kl. 10:55
Nefndin samþykkti afgreiðslu málsins til annarar umræðu.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Óli Björn Kárason, Jón Steindór Valdimarsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

6) 301. mál - álagning fasteignaskatta Kl. 10:55
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 19. mars og að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður þess.

7) 299. mál - hlutafélög Kl. 10:55
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 19. mars og að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.

8) 282. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:55
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 19. mars og að Jón Steindór Valdimarsson yrði framsögumaður þess.

9) 537. mál - gjaldeyrismál Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Tinnu Finnbogadóttur og Sigurð Pál Ólafsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

10) 400. mál - breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála Kl. 11:35
Nefndin samþykkti afgreiðslu málsins til annarar umræðu.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Óli Björn Kárason, Jón Steindór Valdimarsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Þórarinn Ingi Pétursson.

11) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40