29. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:15
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:15

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 244. mál - evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Grím Sigurðarson og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Seðlabanka Íslands og Elísabetu Júlíusdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Fyrirkomulag gjaldheimtu vegna umsókna um ríkisborgararétt Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Ingu Torfadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslu ríkisins.

Nefndin ákvað að senda fjármála- og efnahagsráðherra umsögn um greinargerð ráðherra um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Jóhann Páll Jóhannsson óskaði eftir því að nefndin héldi opinn fund um aðgerðir í þágu tekjulægri heimila vegna hækkandi verðbólgu og vaxta og um tillögur menningar- og viðskiptaráðherra um hækkun bankaskatts og hvalrekaskatts á útgerðarfyrirtæki. Óskaði hann eftir því að til fundarins yrðu boðuð menningar- og viðskiptaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innviðaráðherra, sbr. 3. mgr. 19. þingskapa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðbrandur Einarsson studdu beiðnina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55