30. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 10:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 10:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 10:05
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 10:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:05
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 10:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:05
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 10:05

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Guðbrandur Einarsson boðuðu forföll.

Ágúst Bjarni Garðarsson stýrði fundi frá kl. 10:05 til 10:10.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:05
Fundargerðir 26.-28. fundar voru samþykktar.

2) 417. mál - greiðslureikningar Kl. 10:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Guðrún Hafsteinsdóttir verði framsögumaður þess.

3) 330. mál - mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu og hækkana á húsnæðiskostnaði Kl. 10:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Jóhann Páll Jóhannsson verði framsögumaður þess.

4) 279. mál - vísitala neysluverðs Kl. 10:05
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

5) 244. mál - evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir Kl. 10:10
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit rituðu allir viðstaddir nefndarmenn.

6) 143. mál - tímasett aðgerðaáætlun um einföldun regluverks Kl. 10:15
Ákveðið var að Jóhann Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15