54. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. mars 2014 kl. 09:34


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:34
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:34
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:34
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:39
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:54
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:07
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:44
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:35

Jón Þór Ólafsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Nefndin samþykkti fundargerð 54. fundar

2) Fjármálastöðugleiki o.fl. Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Tómas Brynjólfsson og Kjartan Gunnarsson frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni vinnu við lagafrumvörp á sviði fjármálastöðugleika og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 236. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 10:05
á fund nefndarinnar komu Tryggvi Axelson og Þórunn Árnadóttir frá Neytendastofu og Sonja Bjarnadóttir og Brynja Stephanie Swan frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 15. mál - tekjuskattur Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Ragnar Guðmundsson frá Norðuráli ehf. og Bjarnfreður Ólafsson frá Logos. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 168. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 11:10
Nefndin afgreiddi málið með nefndaráliti.

6) Fyrning uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar Kl. 11:20
Nefndin samþykkti að leggja fram lagafrumvarp þar sem kveðið yrði á um lengingu fyrningarfrest uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingartryggingar lánasamninga.

7) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um mál nr. 236. um sölu fasteigna og skipa.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00