46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:44
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Brynjar Níelsson, Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi. Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl 9:38.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

2) 8. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Lína Rut Halldórsdóttir frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Geir Þorsteinsson og Björn Ingi Victorsson frá Knattspyrnusambandi Íslands og Úlfur H. Hróbjartsson frá Siglingasambandi Íslands, Óskar H. Albertsson og Bjarni Lárusson frá Ríkisskattstjóra, Marta G. Blöndal frá Viðskiptaráði og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífisns. Gestir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar mættu Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Guðrún Finnborg Þórðardóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Fjármálaeftirlitinu og fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Virðisaukaskattur af streymisþjónustu Kl. 11:10
Nefndin ræddi næstu skref. Ákveðið að senda drög að frumvarpi til ráðuneytis og kanna hvort þar sé verið að vinna að svipuðum breytingum.

5) Önnur mál Kl. 11:30
Máli nr. 589 um fjármálafyrirtæki var vísað til nefndarinnar á þingfundi í gær. Ákveðið að senda málið til umsagnar með hefðbundnum umsagnarfrest.

Nefndin tók fyrir umsagnarbeiðni sem barst frá fjárlaganefnd um ákveðna ábendingu sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2013. Nefndin hefur ekki tök á að fjalla um málið fyrir 29. mars nk. eins og óskað er eftir þar sem næsti fundur nefndarinnar er mánudaginn 4. apríl 2016. Ákveðið að senda svarbréf til fjárlaganefndar um að nefndin muni ekki skila umsögn og einnig vekja athygli á að fjárlaganefnd getur kallað til nauðsynlega sérfræðinga til að leggja mat á hvort ástæða sé til að breyta umræddu fyrirkomulagi áætlana án sérstakrar aðkomu efnahags- og viðskiptanefndar.

Fundi slitið kl. 11:40