5. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:20
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorsteinn Víglundsson voru fjarverandi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun efnahagsmála Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásdísi Kristjánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

3) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020 Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Maríönnu Said og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ísak S. Bragason frá Umhverfisstofnun.

4) 190. mál - skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson og Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Oddný G. Harðardóttir og Álfheiður Eymarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd gera alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð sem ríkisstjórnin viðhefur í svo mikilvægum málum sem aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Svört skýrsla um frammistöðu Íslands í þeim málum kom fram 6. apríl 2018. Nú á síðustu stundu, meira en einu og hálfu ári eftir birtingu skýrslunnar, er frumvarp sem varðar málefnið sett á dagskrá Alþingis til afgreiðslu á innan við sólarhring. Enginn möguleiki er gefinn til að kalla eftir umsögnum um frumvarpið. Slíkt fúsk og kæruleysi ríkisstjórnarinnar er sannarlega ámælisvert.

5) 53. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

6) 92. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Þorsteinn Víglundsson yrði framsögumaður þess.

7) 34. mál - tekjuskattur Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

8) 75. mál - árangurstenging kolefnisgjalds Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

9) 129. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

10) 27. mál - tekjuskattur Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

11) 9. mál - skattleysi launatekna undir 350.000 kr. Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

12) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55