9. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:20
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur (HHH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Ásthildur Lóa Þórsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sverri Fal Björnsson og Hilmar Vilberg Gylfason frá Bændasamtökum Íslands, Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Maríu Jónu Magnúsdóttur frá Bílgreinasambandinu og Gunnar Val Sveinsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1020 frá 20. júní 2019 um markaðseftirlit og samræmi vara við kröfur og um breytingu á tilskipun 2004/42/EB og reglugerðum (EB) nr. 765/2008 og (ESB) nr. 305/2011 Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

4) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/805 frá 16. febrúar 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 með því að tilgreina gjöld sem eiga við um eftirlit Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar með til Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

5) 326. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Guðrún Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður þess.

6) 328. mál - peningamarkaðssjóðir Kl. 10:20
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Guðrún Hafsteinsdóttir yrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20