4. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. september 2023 kl. 15:00


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 15:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 15:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 15:10
Elva Dögg Sigurðardóttir (EDS), kl. 15:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00

Oddný G. Harðardóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá menningar- og viðskiptaráðherra á 154. löggjafarþingi Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Ingvi Már Pálsson og Jón Sigurgeirsson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Menningar- og viðskiptaráðherra kynnti þingmálaskrá sína á 154. löggjafarþingi og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 184. mál - endurskoðendur o.fl. Kl. 15:36
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 15:37
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:40