5. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. október 2011 kl. 10:02


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:02
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:02
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:02
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:02
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:02
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:02

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 10:02
Drögum af fundargerðum síðustu fjögurra funda var dreift en afgreiðslu þeirra frestað til næsta fundar.

2) Uppgjör stóru bankanna þriggja og skýrsla eftirlitsnefndar skv. l. nr. 107/2009. Kl. 10:04
Á fundinn komu Birna Einarsdóttir og Jón Guðni Einarsson frá Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, Stefán Pétursson og Brynhildur Georgsdóttir frá Arion banka, Steinþór Pálsson, Franz Páll Sigurðsson og Haukur Agnarsson frá Landsbankanum.

Fundurinn var haldinn að beiðni Guðlaugs Þórs.

Fulltrúar hvers banka sátu einir með nefndinni í u.þ.b. 40 mínútur og svöruðu spurningum fundarbeiðanda sem fyrstur fékk orðið og síðan annarra nefndarmanna.

Formaður óskaði eftir því að gestirnir sendu nefndinni minnisblað með svörum við þeim spurningum sem ekki gafst tími til að svara á fundinum.

Fyrir fundinn fengu nefndarmenn í hendur bréf bankastjóra Landsbankans og bækling með samantekt á rekstri og afkomu bankans fyrstu sex mánuði ársins. Þá fylgdi bréfinu einnig tilkynning frá bankanum frá 14. október sl. vegna umræðu um niðurfærslu lána einstaklinga og heimila.

Á fundinum afhentu fulltrúar Glitnis bækling með afkomutölum, dags. 17. október 2011.

3) Kynning á starfsreglum fastanefnda Kl. 10:45
Formaður lagði til að þessum dagskrárlið yrði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

4) 5. mál - stöðugleiki í efnahagsmálum Kl. 10:45
Formaður lagði til að þessum dagskrárlið yrði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

5) 9. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:45
Formaður lagði til að þessum dagskrárlið yrði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

6) 14. mál - formleg innleiðing fjármálareglu Kl. 10:45
Formaður lagði til að þessum dagskrárlið yrði frestað til næsta fundar. Samþykkt.

7) önnur mál Kl. 10:50
Lilja Rafney tók þátt í fundinum í gegnum símfundarbúnað.

Birkir Jón var fjarverandi á fundinum vegna annarra þingstarfa.

Þráinn boðaði forföll þar sem hann var staddur erlendis.

Margrét Tryggvadóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Fundi slitið kl. 11:53