49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. mars 2012 kl. 13:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 13:00
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 13:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 13:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 13:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 13:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 13:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 13:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 13:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Staða Fjármálaeftirlitsins. Kl. 13:00
Á fundinn komu Aðalsteinn Leifsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir úr stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Í upphafi umfjöllunar vakti formaður athygli nefndarmanna á 2. málsl. 1. mgr. 19. gr. þingskaparlaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi. Einnig bað formaður gesti um að geta þess ef þeir óskuðu eftir að nefndarmenn gættu trúnaðar um tilgreindar upplýsingar.

Gestirnir gerðu því næst grein fyrir uppsögn fyrrv. forstjóra og framhaldi á störfum Fjármálaeftirlitsins. Síðan svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

Formaður stjórnarinnar, Aðalsteinn Leifsson, bauðst til að koma á framfæri eftirtöldum gögnum til nefndarinnar sem formaður þáði:
- Yfirlýsing stjórnar Fjármálaeftirlitsins, frá 1. mars. 2012.
- Greinargerð vegna yfirlýsingar stjórnar Fjármálaeftirlitsins, 1. mars. 2012.
- Report on Iceland Supervision, Prepared for Icelandic Authorities, the FME and the IMF, April 15, 2011
- Report on Banking Regulation and Supervision in Iceland: past, present and future, Kaarlo Jannari, 30 March 2009.
- Umbótaverkefni 2011 - 2014 vegna athugasemda í skýrslu Thoraval, Fjármálaeftirlitið, 26. ágúst 2011.
- Lokayfirlýsing AGS. 9., 10. og 11 töluliðir fjalla um fjármálageirann og 14. um umgjörð fjármálaeftirlits.

2) Lögfræðiálit Lex lögmannsstofu vegna Hæstaréttardóms um gengislán. Kl. 14:10
Á fundinn komu Andrea Ólafsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Gestirnir lýstu sjónarmiðum sínum og svöruðu að því búnu spurningum nefndarmanna varðandi ofangreint efni.

3) 269. mál - vörumerki Kl. 15:00
Á fundinn komu Jón Ögmundur Þormóðsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Borghildur Erlingsdóttir frá Einkaleyfastofu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Formaður óskaði eftir minnisblaði frá Einkaleyfastofu varðandi 12. gr. frumvarpins og tengsl hennar við EES-samninginn. Einnig var óskað upplýsinga um tilhögun þessara mála á öðrum Norðurlöndum.

4) 570. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 161/2011 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:15
Málinu vísað til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar frá utanríkismálanefnd.
Á fundinn komu Guðmundur Kári Kárason, Erna Jónsdóttir, Sigríður Marta Harðardóttir og Harpa Theodórsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 573. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:25
Málinu vísað til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar frá utanríkismálanefnd.
Á fundinn komu Guðmundur Kári Kárason, Erna Jónsdóttir, Sigríður Marta Harðardóttir og Harpa Theodórsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 351. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn Kl. 15:35
Málinu vísað til umsagnar efnahags- og viðskiptanefndar frá utanríkismálanefnd.
Á fundinn komu Haraldur Steinþórsson og Guðrún Ögmundsdóttir frá fjármálaráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Skuldavandi heimilanna. Kl. 16:00
LMós óskaði eftir umræðunni en undir þessum lið hafði hún óskað eftir að ræða 8., 9., 10., 11. og 12. dagskrármál fundarins. Að loknum inngangi Lilju ræddu nefndarmenn sjónarmið síða.
Að lokinni umræðu var gert 15 min hlé á fundinum.

8) 142. mál - aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf Kl. 16:00
Sjá umfjöllun undir 7. dagskrármálinu.

9) 44. mál - stimpilgjald Kl. 16:00
Sjá umfjöllun undir 7. dagskrármálinu.

10) 16. mál - leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar Kl. 16:00
Sjá umfjöllun undir 7. dagskrármálinu.

11) 5. mál - stöðugleiki í efnahagsmálum Kl. 16:00
Sjá umfjöllun undir 7. dagskrármálinu.

12) 9. mál - vextir og verðtrygging Kl. 16:00
Sjá umfjöllun undir 7. dagskrármálinu.

13) Aðferðir við innheimtu gengistryggðra lánasamninga. Kl. 16:30
Á fundinn komu:
- Frá kl. 16:30 til 16:50 - Jón Hannes Karlsson, Una Steinsdóttir, Oddur Ólason og Þórir Örn Árnason frá Íslandsbanka
- Frá kl. 16:50 til 17:10 - Gísli Óttarsson, Helgi Bjarnason og Jónína Lárusdóttir frá Arion banka
- Frá kl. 17:10 til 17:30 - Steinþór Pálsson, Hallgrímur Ásgeirsson og Hjördís D. Vilhjálmsdóttir frá Landsbankanum.
- Frá kl. 17:30 til 17:50 - Hlynur Jónsson og Jóhann Pétursson frá Dróma.

Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

14) Önnur mál. Kl. 17:51
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 17:51