74. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 10:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
LRM vakti athygli á fundargerðum tveggja síðustu funda, nr. 72 og 73, sem sendar voru nefndarmönnum á tölvupósti í gær og lagði til að þær yrðu samþykktar. Engar athugasemdir voru gerðar og skoðast þær því samþykktar.

2) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 10:05
Nefndarmenn fengu tækifæri til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu.
Formaður bað nefndarmenn um að vera viðbúna því að taka málið til afgreiðslu.
Formaður tók einnig fram að von væri á minnisblaði Seðlabanka Íslands í dag og að í framhaldi af því yrði leitað viðbragða Persónuverndar eins og óskað hafði verið eftir á síðasta fundi.

3) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 10:20
Formaður gerði grein fyrir þeim tillögum til breytinga á frumvarpinu sem hann hyggst leggja til eða er með til skoðunar. Að því búnu gerðu aðrir nefndarmenn grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu. Formaður bað nefndarmenn um að vera viðbúna því að taka málið til afgreiðslu á fundi næsta þriðjudag.
Nefndarmenn lýstu vilja til að taka tillögu fjármálaráðuneytis til greina sem varðar tóbaksgjald.
Dreift var á fundinum viðbrögðum fjármálaráðuneytisins við athugasemdum umsagnaraðila við 5. gr. frumvarpsins.
Gerðar voru athugasemdir við 3. gr. frumvarpsins og í tilefni af því óskaði formaður eftir minnisblaði ráðuneytisins sem varðar þá grein.

4) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:30
Nefndarmenn ræddu málið og fengu tækifæri til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Formaður bað nefndarmenn um að vera viðbúna því að taka málið til afgreiðslu á fundi næsta þriðjudag.
Fram komu óskir um að fjármálaráðuneytið léti endurskoða kostnaðarumsögn fjárlagaskrifstofu ráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu.
Einnig var óskað afstöðu fjármálaráðuneytisins til athugasemda í umsögnum er varða lokamálsgrein 5. gr. og 6. gr. frumvarpsins.
Dreift var á fundinum tillögum sem fjármálaráðuneytið leggur til við nefndina til breytinga á frumvarpinu og send var ritara 9. maí sl.

LRM og LMós tilkynntu að þau hyggðust leggja fram breytingartillögu við 2. umræðu.

5) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:55
Nefndarmenn ræddu málið og sjónarmið sín í málinu. Óskir komu fram um frekari gestaboðanir og brást formaður við því með boðun aukafundar í hádegi á morgun.
Í samræmi við framangreindar óskir stendur til að boða til fundarins fulltrúa FME, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fulltrúa frá KEA.
Formaður bað nefndarmenn um að vera viðbúna því að taka málið til afgreiðslu á fundi næsta þriðjudag.

6) 779. mál - innheimtulög Kl. 11:10
Málinu var vísað til nefndarinnar í gærkvöldi en um er að ræða mál sem nefndin flytur.
Nefndin ákvað að vísa málinu til umsagnar allsherjar- og menntamálanefndar með umsagnarfresti til og með mánudag í næstu viku.
Einnig var óskað eftir því að fulltrúar réttarfarsnefndar og Lýsingar kæmu á fund nefndarinnar næsta þriðjudag.

7) 778. mál - framtíðarskipan fjármálakerfisins Kl. 11:15
Nefndarmenn gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum um málsmeðferð og komu fram tillögur sem formaður hefur til skoðunar. Formaður tók fram að umfjöllun um málið gæti farið fram í júní eða ágúst með þeim fyrirvara að samkomulag tækist um þingfrestun.

8) 763. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 11:30
Nefndarmenn ræddu málið og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum til málsins.
Formaður bað nefndarmenn um að vera viðbúna því að taka málið til afgreiðslu á fundi nefndarinnar næsta þriðjudag.

9) 703. mál - hlutafélög Kl. 11:40
Formaður gerði nefndarmönnum grein fyrir gagnrýni á 1. og 6. gr. frumvarpsins og tengslum frumvarpsins við mál nr. 748 (RÚV) sem er til meðferðar í allsherjar og menntamálanefnd.
Formaður bað nefndarmenn um að vera viðbúna því að taka málið til afgreiðslu á fundi næsta þriðjudag.

LMós boðar breytingartillögu við frumvarpið.

10) 704. mál - neytendalán Kl. 11:50
Nefndarmenn áskildu sér rétt til þess að fara betur yfir fram komnar umsagnir í málinu.
Formaður bað nefndarmenn um að vera viðbúna því að taka málið til afgreiðslu á fundi næsta miðvikudag.

11) Önnur mál. Kl. 11:50
Frá kl. 10:55 til 11:00 kom á fundinn Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og gerði grein fyrir beiðni ráðuneytisins um að nefndin flytji frumvarp til breytinga á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004.
Breytingin varðar skyldu fasteignasala til greiðslu eftirlitsgjalds. Sams konar frumvarp var flutt á síðasta löggjafarþingi af efnahags- og viðskiptaráðherra, sbr. lög nr. 52/2011.
Dreift var á fundinum tölvupósti Sigurbjargar til ritara nefndarinnar frá í gær þar sem beiðnin er útskýrð.
Formaður, HHj, var utan fundarherbergis á meðan ofangreindri umfjöllun stóð en á meðan stýrði 2. varaformaður, LRM, fundi. Í lok fundar samþykkti nefndin að flytja frumvarp í samræmi við ofangreinda beiðni ráðuneytisins (HHj, BJJ, GÞÞ, LRM, LMós, SkH, TÞH, MN).

GÞÞ ítrekaði beiðni sína um upplýsingar frá bönkunum sem varðaði framkvæmd greiðslumats í tilviki óverðtryggðra fasteignaveðlána.

Hlé var gert á fundinum frá kl. 11:00 til 11:10.
MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:50