55. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. febrúar 2013 kl. 12:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 12:00
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÁÞS, kl. 12:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 12:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 12:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 12:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 12:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 12:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 12:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 12:00

GÞÞ var fjarverandi af persónulegum ástæðum.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Svört atvinnustarfsemi. Kl. 12:00
Á fundinum var dreift drögum að frumvarpi til laga um breytingar á virðisaukaskatti sem kynnt voru undir 3. dagskrárlið 49. fundar nefndarinnar og síðan rædd undir 2. dagskrárlið 52. fundar og 4. dagskrárlið 53. fundar.
Formaður, HHj, lagði til að nefndin samþykkti að flytja málið.
- Allir með (HHj, SkH, MSch, BVG, PHB, EyH, LMós, LRM)
- Formaður tók fram að áður en frumvarpið yrði lagt fram stæði til að leita eftir tilgreindum upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

2) 542. mál - virðisaukaskattur Kl. 12:10
Umræðu frestað.

3) 504. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 12:10
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti.
Formaður tók fram að beðið væri eftir viðbrögðum ráðuneytisins við umsögn Fjármálaeftirlitsins.

4) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 12:10
Dreift var á fundinum viðbrögðum ráðuneytisins við framkomnum umsögnum í málinu.

5) 288. mál - opinber innkaup Kl. 12:10
Á fundinum var dreift samantekt ritara yfir efni frumvarpsins.
Formaður óskaði eftir að nefndarmenn kæmu á framfæri sjónarmiðum sínum í málinu.

6) Önnur mál. Kl. 12:15
Dreift var á fundinum drögum að frumvarpi sem varðar réttarstöðu innlendra starfsmanna erlendra sendiráða hér á landi.
Drögin voru unnin á nefndasviði Alþingis að beiðni MÁ.
Nefndarmenn ræddu sjónarmið sín í málinu.

EyH, gerði athugasemd við tiltekið orðalag í áliti meiri hlutans í máli nr. 220 (neytendalán)

Fundi slitið kl. 12:30